Baráttudagur gegn einelti

7 nóv 2012

Baráttudagur gegn einelti

Þann 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti að frumkvæði verkefnisstjórnar um aðgerðir gegn einelti. Þetta er í annað sinn sem þessi dagur er helgaður baráttu gegn einelti hér á landi. Þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélagin ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Í Menntaskólanum á Ísafirði vekjum við sérstaka athygli á þessum degi og þess má geta að mánudaginn 5. nóvember fengum við góðan gest í skólann til að fræða nemendur og starfsfólk um forvarnir gegn einelti og viðbrögð við því. Þetta var Kolbrún Baldursdóttir sem nýlega sendi frá sér bókina "Ekki meir" sem er handbók um þessi efni. Kolbrún hefur farið víða og kynnt efni bókarinnar og var heimsókn hennar til okkar mjög gagnleg. Á síðunni www.gegneinelti.is er hægt að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti og nú þegar hafa 7441 skrifað undir. Stöndum saman gegn einelti!

Til baka