Dagur íslenskrar tungu

20 nóv 2016

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur þann 16. nóvember síðstliðinn. Á deginum, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, var boðið upp á veglega dagskrá á sal, í umsjón nokkurra nemenda í í íslensku. Veg og vanda af umsjón dagskránnar hafði Emil Ingi Emilsson íslenskukennari. Flutt voru ljóð og textar sem fjölluðu á einn eða annan hátt um Vestfirði eða tengdust svæðinu. Einnig var flutt tónlist. Við þökkum þeim sem skipulögðu og tóku þátt í þessari dagskrá, kærlega fyrir skemmtunina.

Til baka