Góðir gestir

29 sep 2008

Góðir gestir

Skólameistari tekur við gjöfinni frá Jóhönnu Oddsdóttur formanni Vestfjarðadeildarinnar
Skólameistari tekur við gjöfinni frá Jóhönnu Oddsdóttur formanni Vestfjarðadeildarinnar
1 af 2
Þann 29 september sl. komu fulltrúar frá Vestfjarðadeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga færandi hendi í skólann. Þær færðu sjúkraliðabraut skólans blóðþrýstingsmæli til minningar um Pálínu Elíasdóttur fyrrum nemanda á sjúkraliðabrautinni og í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri en hún hefði orðið fertug þennan dag.Pálína lauk sjúkraliðanámi frá MÍ og einnig stúdentsprófi. Hún stundaði fjarnám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri þegar hún lést. Hún var í hópi fjarnámsnema sem sóttu tíma gegnum fjarfundarbúnað í MÍ og höfðu einnig vinnuaðstöðu á heimavist skólans. Stjórnendur skólans færa Vestfjarðadeildinni kærar þakkir fyrir gjöfina.

Til baka