Innritun á haustönn 2015

30 maí 2015

Innritun á haustönn 2015

Innritun á haustönn 2015 í Menntaskólann á Ísafirði stendur yfir. Námsframboð er fjölbreytt en byrjað verður að kenna samkvæmt nýrri námskrá í haust á þriggja ára stúdentsprófsbrautum, náttúruvísindabraut og félagsvísindabraut.  Einnig verða eftirtaldar verknámsbrautir í boði ef næg þátttaka fæst:
  • Grunnnám hár og förðunargreina
  • Grunnnám málmiðngreina
  • Húsasmíði
  • Sjúkraliðanám (kennt að mestu í samstarfi við Fjarmenntaskólann)
  • Vélstjórn A og B nám
Nemendur sækja um skólavist í gegnum menntagatt.is og síðasti dagur innritunar er miðvikudagurinn 10. júní.

Til baka