KAPPRÓĐUR

« 1 af 4 »
Hinn árlegi kappróður fór fram á Pollinum í dag í blíðskapar veðri. Keppt var á sjókayökum líkt og í fyrra, en þetta er í 11. sinn sem keppnin fer fram. Að þessu sinni mættu 9 lið til leiks og er það einu liði fleira en í fyrra. Úrslitin urðu þau að lið kennara sigraði á tímanum 4:56:46. Í öðru sæti var kvennalið skipað þeim Thelmu Rut Jóhannsdóttur, Lydíu Sigurðardóttur og Natalíu Sigurðardóttur. Lið stjórnar NMÍ var í þriðja sæti, rétt á undan liði dönsku gestanemndanna. Besta tíma náði Rúnar Helgi Haraldsson, 1:36:19 en næstbesta tímann átti Martha Þorsteinsdóttir, 1:38:45. Heildarúrslitin er að finna hér. Fleiri myndir eru komnar inn undir MYNDIR hér til vinstri á síðunni.
Atburđir
« Nóvember »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nćstu atburđir

Vefumsjón