MÍ keppir í fyrsta sinn í sjónvarpshluta Gettu betur í kvöld

Í kvöld kl. 20 keppir MÍ í fyrsta sinn í sögu skólans í sjónvarpshluta Gettu betur. Mótherjarnir eru MH og fer keppnin fram í sjónvarpssal. Keppendur, liðsstjóri og þjálfari fóru suður í dag og í morgun kl. 8 lagði stuðningsliðið af stað í rútu. Við óskum Gettu betur liðinu Dórótheu Magnúsdóttur, Friðriki Þóri Hjaltasyni og Kolbeini Sæmundi Hrólfssyni og liðsstjóranum Veturliða Snæ Gylfasyni góðs gengis í kvöld. Um leið hvetjum við alla núverandi og fyrrverandi MÍ-inga til að senda liðinu góða strauma og horfa á keppnina sem hefst eins og fyrr segir á RÚV kl. 20. Áfram MÍ.
Atburđir
« Nóvember »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nćstu atburđir

Vefumsjón