MÍ sigraði Hraðbraut

23 nóv 2009

MÍ sigraði Hraðbraut

Menntaskólinn á Ísafirði sigraði Menntaskólann Hraðbraut í Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, á laugardag. Umræðuefnið var "Það á að gera Vestmannaeyjar að fanganýlendu",  og MÍ-ingar voru meðmælendur. 

Lið MÍ skipuðu: Andri Pétur Þrastarson, Hreinn Þórir Jónsson, Svanur Pálsson, liðstjóri er Hermann Óskar Hermannsson og þjálfari er Gunnar Atli Gunnarsson, fyrrum ræðumaður MÍ.

Liðsmönnum er óskað til hamingju með glæsilegan árangur.

Til baka