Nýnemaferđ 2010

Valdimar Halldórsson á Hrafnseyri segir frá
Valdimar Halldórsson á Hrafnseyri segir frá
« 1 af 4 »
Hin árlega nýnemaferð var farin í Arnarfjörð og Dýrafjörð í byrjun september og tókst afar vel. Nýnemar og lífsleiknikennarar heimsóttu fæðingarstað Jóns Sigurðssonar að Hrafnseyri þar sem Valdimar Halldórsson staðarhaldari tók á móti þeim og fræddi þau um staðinn. Síðan var farið að Núpi í Dýrafirði þar sem Sæmundur Þorvaldsson á Læk leiddi nemendur og kennara um svæðið og sagði frá sögu og náttúru og Skrúður var heimsóttur. Um kvöldið héldu nemendur kvöldvöku og stjórn NMÍ mætti og kynnti starfsemi félagsins í vetur. Daginn eftir var farið í "Boot camp" og hafnarbolta og svo var haldið heimleiðis. Það var sérstaklega tekið til þess af þeim sem tóku á móti hópnum hvað nemendur voru háttvísir og prúðir í framkomu. Þess má geta að veðrið beinlínis lék við ferðalangana en 20 stiga hiti var á Núpi þessa daga. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni og fleiri myndir eru komnar inn á myndasíðuna.
Atburđir
« Nóvember »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nćstu atburđir

Vefumsjón