Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna 2016-2017

24 okt 2016

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna 2016-2017

Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram þann 4. október 2016 og voru þátttakendur 245 á neðra stigi og 132 á efra stigi frá alls 24 skólum. Þrír nemendur frá MÍ tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Þeir Dagur Benediktsson og Einar Óli Guðmundsson á efra stigi og Pétur Ernir Svavarsson á neðra stigi. Pétri Erni gekk ljómandi vel í keppninni en hann lenti í 15 sæti af 245 keppendum. Öllum keppendum er þakkað kærlega fyrir þátttökuna og Pétri Erni er óskað innilega til hamingju með árangurinn, sem fleytir honum áfram í síðari hluta keppninnar sem fer fram í mars á næsta ári. 

Til baka