Vettvangsferð nema í VVA

7 apr 2017

Vettvangsferð nema í VVA

1 af 3
Vettvangsferðir þar sem nemendur fá tækifæri til að sjá og kynnst raunverulegum aðstæðum af ýmsu tagi, eru mikilvægur þáttur í námi í framhaldsskóla. Skólinn mætir jafnan miklum veljvilja þegar óskað er eftir því að fá að koma með nemendur til að skoða aðstæður og vinnulag í hinum ýmsu fyrirtækjum hér á norðanverðum Vestfjörðum og jafnvel víðar. Nú á dögunum fóru nemendur sem eru að ljúka A-námi vélstjórnar í vor í vettvagnsferð til Orkubús Vestfjarða. Ferðin var tvíþætt, en þeir heimsóttu bæði nýja varaaflsstöð í Bolungarvík sem tekin var í notkun fyrir rúmum 3 árum og einnig varaaflsstöð í Súðavík sem hefur verið starfrækt mun lengur. Ferðin var að sögn Friðriks Hagalíns Smárasonar vélstjórnarkennara vel heppnuð. Kjartan Bjarnason vélstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða tók vel á móti hópnum og sýndi þeim réttu handtökin. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni.

Til baka