13 nóv 2017

Skráning í fjarnám á vorönn hafin

Skráning í fjarnám á vorönn er hafin og stendur yfir til 5. janúar 2018. Hér má sjá hvaða áfangar eru í boði í fjarnámi. Skráning fer fram hér á síðunni. Allar frekari upplýsingar um fjarnámið gefur Andrea Harðardóttir áfangastjóri (andrea@misa.is)
9 nóv 2017

Veiga Grétarsdóttir með fyrirlestur

Í fundartímanum í morgun bauð stjórn nemendafélagsins upp á afar áhugaverðan fyrirlestur Veigu Grétarsdóttur. Veiga sem er gamall MÍ-ingur fæddist í karlmannslíkama og í áratugi háði hún baráttu við sjálfa sig en ákvað loks að hefja kynleiðréttingarferli. Við þökkum Veigu fyrir fróðlegan fyrirlestur og greið svör við fjölda spurninga sem hún fékk frá nemendum og starfsfólki.


Við vekjum athygli á að Samtökin '78 bjóða upp á ráðgjöf fyrir alla þá sem eru að koma út sem trans, sem samkynhneigð/tvíkynhneigð/pankynhneigð/asexúal eða eru í óvissu um kynhneigð eða kynvitund. Lesa má nánar um þá ráðgjöf á heimasíðu samtakanna.

8 nóv 2017

Skýrsla um innra mat 2016-2017

Við MÍ fer fram innra mat á skólastarfinu eins og kveðið er á um í aðalnámskrá  frá 2011 og reglugerð nr. 700 frá 2010 um mat og eftirlit í framhaldsskólum. Í 3. grein reglugerðarinnar segir m.a.:  

Hver framhaldsskóli skal með kerfisbundnum hætti meta árangur og gæði skólastarfsins. Virkt innra mat skal samofið annarri starfsemi skóla og skal skapa forsendur fyrir markvissu mati á árangri og leiðum að markmiðum skóla. Innra mat skal vera umbótamiðað og ná til allra helstu þátta skólastarfsins. Það skal stuðla að aukinni vitund um mikilvægi gæða í öllu starfi.

Tryggja skal virka þátttöku starfsmanna, foreldra, nemenda og skólaráðs í innra mati, eftir því sem við á. Innra mat skal byggja á fjölbreyttum gögnum sem taka mið af viðfangsefnum hverju sinni.

Framhaldsskólar skulu birta opinberlega og á aðgengilegan hátt, á heimasíðu sinni eða með öðrum hætti, upplýsingar um framkvæmd innra mats, helstu niðurstöður og umbótaáætlun. Einnig skal gera grein fyrir tengslum matsins við skólanámskrá og stefnu skólans.


Sjálfsmatsnefnd skólans sem sinnir innra mati hefur nú lokið skýrslu fyrir skólaárið 2016-2017. Skýrsluna má finna hér á heimasíðunni.
25 okt 2017

Valtímabil

Nú stendur yfir valtímabil fyrir val á vorönn. Valtímabilið hefst í dag, 25. október og lýkur 31. október. Allir nemendur dagskólanemendur þurfa á þessu tímabili að velja áfanga fyrir vorönn. Allar upplýsingar sem tengjast valinu má finna hér
23 okt 2017

Auglýsing um sveinspróf - Iðan fræðslusetur

Við vekjum athygli á auglýsingu frá Iðunni um sveinspróf sem eru framundan:

Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin í desember, janúar, febrúar og mars ef næg þátttaka næst.

  • Í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og kjötiðn
    11.- 15. desember. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.

  • Í byggingagreinum í desember – janúar.
    Umsóknarfrestur er til 1. nóvember

  • Í málmiðngreinum í febrúar - mars.
    Umsóknarfrestur til 15. janúar 2018

  • Í snyrtifræði í febrúar.
    Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2018

  • Í bifvélavirkjun í febrúar.
    Umsóknarfrestur er til 1. desember.

  • Í hársnyrtiiðn í mars. 
    Umsóknarfrestur til 15. janúar 2018.


Nánari dagsetningar verða birtar á vef IÐUNNAR fræðsluseturs um leið og þær liggja fyrir. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í desember 2017. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum.

19 okt 2017

Haustfrí

Föstudaginn 20. október og mánudaginn 22. október er haustfrí í Menntaskólanum á Ísafirði. Skrifstofa skólans er lokuð báða þessa daga.
2 okt 2017

Róðrakeppni

Hin árlega róðrakeppni MÍ fer fram miðvikudaginn 4. október kl. 10:30. Hægt er að skrá lið til keppni til þriðjudagsins 3. október kl. 16:00 hjá ritara.
11 sep 2017

Kynning Rannsókna og greiningar á högum og líðan ungs fólks.

Fulltrúi Rannsókna og greiningar verður með kynningu í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Ísafirði þriðjudaginn 12. september kl. 17:30. Kynningin nær yfir grunn- og framhaldsskólastig.  Skýrsla R&G tekur á ýmsum þáttum s.s. vímuefnaneyslu, félagslegum þáttum, líðan, mataræði, svefntíma og hreyfingu.

Meira

30 ágú 2017

Nýnemaferð 2017

Hin árlega nýnemaferð var farin í Dýrafjörð dagana 24. - 25. ágúst s.l. Nýnemahópurinn fór í fylgd fjögurra kennara að Núpi í Dýrafirði þar sem var gist. Ekið var út að eyðibýlinu Arnarnesi við utanverðan Dýrafjörð og gengið þaðan að Núpi. Eftir hádegi var farið í Skrúð og notið leiðsagnar og fræðslu um staðinn frá Emil Inga Emilssyn kennara og leiðsögumanni. Um kvöldið héldu nemendur kvöldvöku þar sem farið var í leiki og stjórn NMÍ mætti á svæðið og kynnti félagslíf vetrarins. Einnig var horft á draugamyndina Glámu sem er einmitt tekin upp í gamla héraðsskólanum á Núpi. Eftir morgunmat á föstudegi var farið í ratleik og síðan haldið heim á leið eftir ánægjulega ferð. Hér á síðunni eru nokkrar myndir úr ferðinni en einnig eru fleiri myndir á facebook síðu skólans. 
23 ágú 2017

Nýnemaferð að Núpi - dagskrá

Fimmtudagur 24. ágúst

  • Mæting kl. 8:10
  • Keyrt að Núpi
  • Nemendur og kennarar koma sér fyrir á herbergjum
  • Gönguferð að Arnarnesi
  • Hádegisverður kl. 12:30, tiltekt í borðsal og eldhúsverk
  • Frjáls tími
  • Leiðsögn kl. 14:00 um svæðið í kringum Núp 
  • Kaffitími kl. 15:00
  • Leikjastund kl. 16:00 – íþróttahús/grasvöllur
  • Nemendur undirbúa kvöldvöku kl. 18:00
  • Kvöldmatur kl. 19:00
  • Kvöldvaka kl. 20:00, fulltrúar NMÍ koma í heimsókn og kynna félagslífið, nemendaskemmtiatriði og magnaðar draugasögur
  • Svefntími kl. 23:30

 

Föstudagur 25. ágúst

  • Farið á fætur í síðasta lagi kl. 9:00
  • Morgunverður kl. 9:00 – 9:45
  • Samvinnunám - ratleikur hefst kl. 10:00
  • Frágangur kl. 11:30-12:00
  • Brottför frá Núpi kl. 12:00 og hópmyndataka

* Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar

 

NAUÐSYNLEG MINNISATRIÐI:

  • Skólareglur gilda í ferðinni, athugið að þetta er tölvulaus ferð
  • Skólinn greiðir rútuferðir
  • Nemendur greiða fyrir gistingu og fæði
  • Innifalið í fæði er hádegisverður, miðdegiskaffi, kvöldverður og kvöldkaffi á fimmtudag og morgunmatur á föstudag
  • Nemendur taka með sér orkuríkt nesti fyrir gönguferðina á fimmtudeginum
  • Kostnaður er 7.500 kr, 2.500 kr. fyrir heimavistarbúa.  Greiða þarf fyrir ferðina fyrir brottför.
  • Nemendur eiga að hafa með sér kodda, svefnpoka/sæng og lak 
  • Gott að taka með ílát undir ber og vatnsflösku
  • Nemendur verða að vera vel klæddir og koma með hlý föt og viðeigandi skófatnað.

 

Eftirtaldir starfsmenn fara með í ferðina:

Emil Ingi Emilsson, s. 659 9070

Guðjón Torfi Sigurðsson, s. 899 7237

Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir, s. 845 7242

Stella Hjaltadóttir, s. 846 6206