Fréttir

15 ágú 2017

Upphaf haustannar

Menntaskólinn á Ísafirði býður nemendur og starfsmenn velkomna til starfa á haustönn 2017. Upphaf haustannar er með eftirfarandi hætti:

Meira

11 ágú 2017

Skólasetning

Menntaskólinn á Ísafirði verður settur föstudaginn 18. ágúst kl. 9:00 á sal skólans.

Dagskrá skólasetningardags er sem hér segir:

08:00-09:00
Nemendur geta nálgast stundatöflur og bókalista hjá ritara.

09:00
Skólasetning á sal skólans.

09:30          
Í framhaldi af skólasetningu verður kennd svokölluð hraðstundatafla þar sem nemendur hitta kennara sína í hverju fagi í 10 mínútur.

11:30
Nýnemakynning í stofu 17 (fyrirlestrarsal) þegar hraðtöflunni lýkur.  


Töflubreytingar fara fram fimmtudaginn 17. ágúst milli kl. 15:00-17:00.Nemendur sækja sér númer hjá ritara. Athugið að   nýnemar þurfa ekki að fara í töflubreytingar.

8 ágú 2017

Skrifstofan opnar aftur eftir sumarfrí

Skrifstofa skólans hefur opnað aftur eftir sumarfrí. Síminn þar er 450 4400. 

Skólinn verður settur föstudaginn 18. ágúst kl. 9:00.
22 jún 2017

Sumarfrí

Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 22. júní og opnar aftur kl. 10 þann 8. ágúst. Stjórnendur munu svara fyrirspurnum í tölvupósti í sumar eftir því sem þeir hafa tök á. Netföngin eru sem hér segir:

Skólameistari Jón Reynir Sigurvinsson jon@misa.is 
Aðstoðarskólameistari Hildur Halldórsdóttir hildur@misa.is
Áfangastjóri Heiðrún Tryggvadóttir heidrun@misa.is
Fjármálastjóri Friðgerður Guðný Ómarsdóttir fridgerd@misa.is

Skólinn verður settur 18. ágúst kl. 9 en nánari upplýsingar um dagskrá fyrstu daga haustannar verða settar inn á heimasíðuna í byrjun ágúst. 

Njótið sumarsins og sjáumst hress í ágúst!
22 jún 2017

Greiðsla innritunargjalda fyrir haustönn 2017

Greiðsluseðlar fyrir innritunargjöld á haustönn 2017 hafa verið birtir í heimabanka. Nemendur 18 ára og eldri fá greiðsluseðil í heimabanka sinn, en seðlarnir birtast í heimabanka forráðamanna þeirra nemenda sem eru yngri en 18 ára.  Eindagi innritunargjalda er um miðjan júlí. Með greiðslu innritunargjalda staðfesta nemendur skólavist sína á komandi haustönn. Hafi greiðsla ekki borist á eindaga, verður nemandi skráður úr námi við skólann.
13 jún 2017

Dagur framhaldsfræðsluaðila á Vestfjörðum

Dagur framhaldsfræðsluaðila á Vestfjörðum verður haldinn 14. júní kl. 16-18 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Menntaskólinn á Ísafirði mun kynna námsframboð sitt þar ásamt helstu fræðsluaðilum á Vestfjörðum. Á kynningunni er áhersla lögð á nám sem hægt er að sækja í fjarnámi, á framhaldsskólastigi, háskólastigi, fullorðinsfræðslu og raunfærnimat. Sérstök áhersla er lögð á að kynna nám á heilbrigðissviði. Allir eru velkomnir. 
9 jún 2017

Innritun nýnema lýkur í dag

Í dag, föstudaginn 9. júní, er síðasti innritunardagur fyrir nýnema. Væntanlegir nýnemar sækja um inngöngu í framhaldsskóla á heimasíðu Menntagáttar, www.menntagatt.is. Á heimasíðunni er einnig að finna ýmsar upplýsingar sem tengjast innritun í framhaldsskóla. 
29 maí 2017

Skólaslit og brautskráning 2017

Laugardaginn 27. maí s.l. var skólanum slitið við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju, að viðstöddu fjölmenni. Alls voru brautskráðir 52 nemendur. Átta nemendur luku A-námi vélstjórnar og sjö nemendur luku B-námi. Einn sjúkraliði var brautskráður og fimm stálsmiðir. Þá voru brautskráðir 32 stúdentar. Þar af luku 10 nemendur stúdentsprófi af félagsfræðabraut og tveir af félagsvísindabraut. Einn lauk stúdentsprófi af opinni stúdentsprófsbraut og 16 af náttúrufræðibraut. Tveir nemendur luku viðbótarnámi til stúdentsprófs og einn nemandi lauk prófi af starfsbraut. Hæsta meðaleinkunn á stúdentsprófi hlaut Svanhildur Sævarsdóttir stúdent af félagsfræðabraut, með meðaleinkunn 9,49. Fast á hæla henni kom semi-dúxinn Dóróthea Magnúsdóttir stúdent af náttúrufræðibraut, með meðaleinkunn 9,40. Að vanda ávörpuðu fulltrúar afmælisárganga samkomuna og að þessu sinni var einnig flutt kveðja frá Bryndísi Schram, sem útskrifaði 40 ára stúdentana á sínum tíma, vorið 1977. Glæsilegur tónlistarflutningur nýstúdenta setti svip sinn á athöfnina og fjölmörg verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur og ástundun. Gefendum verðlauna og viðurkenninga eru færðar kærar þakkir fyrir hlýhug í garð skólans. 

26 maí 2017

Brautskráning 2017

Laugardaginn 27. maí verður 52 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði. Átta nemendur ljúka réttindum A náms vélstjórnar og sjö nemendur ljúka réttindum B-náms. Einnig verða brautskráðir fimm stálsmiðir og einn sjúkraliði og alls munu 32 nemendur ljúka stúdentsprófi af bóknámsbrautum, starfsbraut og með viðbótarnámi við verknámsbraut. Útskriftarathöfnin hefst kl. 13 í Ísafjarðarkirkjuog eru allir velkomnir.
19 maí 2017

Sýning nemenda á lista- og nýsköpunarbraut

Nemendur á lista- og nýsköpunarbraut héldu sýningu á verkum sínum í anddyri Edinborgarhússins kl. 17 í gær. Þar kynntu nemendur verk sem þeir hafa unnið á vorönn í myndlistaráfanga og margmiðlunaráfanga. Verk nemendanna voru fjölbreytt og áhugaverð og lýstu mikilli sköpunargleiði. Kennsla hófst á brautinni síðastliðið haust og það er von okkar í MÍ að þessi góða viðbót við námsframboð skólans sé komin til að vera. Þeim Ástu Þórisdóttur, Björgu Sveinbjörnsdóttur og Gunnari Jónssyni sem sinnt hafa kennslu á brautinni í vetur, eru færðar kærar þakkir fyrir að standa vel við bakið á nemendum sínum. Einnig fyrir að leysa vinnu sína frábærlega vel af hendi þrátt fyrir að aðstaða og umgjörð brautarinnar sé enn að slíta barnsskónum.