Skólafundur

Almennur skólafundur er haldinn á sal í dag, fimmtudaginn 22. september kl. 10.30. Allir nemendur og starfsmenn eru boðaðir á fundinn. Á fundinum verður rætt um kennsluhætti í MÍ með sérstakri áherslu á leiðsagnarnám.

Ruddabolti NMÍ

Nemendafélag MÍ heldur árlega keppni í ruddabolta á gerfigrasvellinu á Torfnesi í dag, föstudaginn 16. september. Vegna þessa fellur kennsla niður eftir hádegi í dag.

Úrsögn úr áföngum

Mánudaginn 12. september n.k. er síðasti dagur til að segja sig úr áföngum á haustönn. Ef nemendur kjósa að segja sig úr áfanga þurfa þeir að gera það í samráði við námsráðgjafa eða áfangastjóra. Eftir 12. september jafngildir úrsögn falli í áfanga.

Skipstjórnarnám A ađ hefjast

Á föstudaginn, 2. september, hefst skipstjórnarnám A. Kennt er í dreifnámi. Með því að smella hér má finna allt um skipualg námsins. Vert er að vekja athygli á að einnig er í gangi kennsla í skipstjórnarnámi B. Hægt er að sjá skipulag námsins með því að smella hér.

Skráning í fjarnám

Skráning í fjarnám er nú í fullum gangi. Hér má sjá upplýsingar um þá áfanga sem eru í boði í fjarnámi. Skráning í fjarnámið fer fram á heimasíðu skólans, www.misa.is/fjarnám.

Fundur međ forráđamönnum nýnema

Kynningarfundur með forráðamönnum nýnema verður haldinn í dag, þriðjudaginn 23. ágúst kl. 18, í fyrirlestrarsal skólans. Dagskrá fundarins er sem hér segir:
 • Skólameistari ræðir um samstarf forráðamanna og skólans
 • Kynning á námi nemenda
 • Kennarar nýnema kynna sig
 • Kynning á INNU og Moodle
 • Námsráðgjafi kynnir þjónustu sína
 • Kynning á starfsemi foreldrafélagsins
 • Dansleikjahald
 • Nýnemaferð 24.-25. ágúst – kynning á dagskrá

 

Þess er vænst að forráðamenn komi á þennan fund ef mögulegt er.

Nýnemaferđ 2016

 

Nýnemaferð Menntaskólans á Ísafirði 24. – 25. ágúst 2016

 

Náms- og samskiptaferð að Núpi í Dýrafirði

 

Miðvikudagur:

 • Mæting kl. 8:10
 • Keyrt að Núpi
 • Gönguferð
 • Hádegisverður
 • Leiðsögn um svæðið í kringum Núp  
 • Kaffi, nemendum skipt í hópa til að undirbúa kvöldvöku
 • Kvöldmatur kl. 19:00
 • Nemendur undirbúa kvöldvöku kl. 19:30-20:00
 • Kvöldvaka kl. 20:00, fulltrúar NMÍ koma í heimsókn og kynna félagslífið
 • Svefntími kl. 23:30

  

Fimmtudagur:

 • Farið á fætur kl. 9:00
 • Morgunverður kl. 9:00 – 9:45
 • Ratleikur hefst kl. 10:00
 • Brottför frá Núpi kl. 12:00

 

 

NAUÐSYNLEG MINNISATRIÐI:

 • Skólareglur gilda í ferðinni
 • Skólinn greiðir rútuferðir
 • Nemendur greiða fyrir gistingu og fæði
 • Inni í fæði er hádegisverður, miðdegissnarl, kvöldverður og kvöldkaffi á miðvikudag og morgunmatur á fimmtudag
 • Nemendur taka með sér nesti fyrir miðvikudagsmorgun (ef þörf er á)
 • Kostnaður er 7400 kr.
 • Greiða þarf ferðina fyrir brottför. Ritari mun taka við greiðslum allan þriðjudaginn og eftir fundinn með forráðamönnum nýnema
 • Nemendur eiga að hafa með sér kodda, svefnpoka/sæng og lak 
 • Takið með ílát undir ber J
 • Nemendur verða að vera klæddir eftir veðri og í viðeigandi skófatnaði

 

 

 

Eftirtaldir starfsmenn fara með í ferðina:

 

Andrea Sigrún Harðardóttir, Elín Ólafsdóttir og Jónas Leifur Sigursteinsson

 

Skólasetning

Menntaskólinn á Ísafirði verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 9:00 á sal skólans. Að skólasetningu lokinni verður kynning fyrir nýnema í fyrirlestrarsalnum (stofu 17). Töflubreytingar standa yfir frá kl. 10:00-14:00.

Upphaf haustannar

Menntaskólinn á Ísafirði býður alla nemendur, kennara og annað starfsfólk velkomið til starfa á haustönn 2016. Upphaf haustannar er með eftirfarandi hætti:

19. ágúst: 
Stundaskrár opnast í INNU. Námsgagnalisti nemenda er í INNU og einnig hér.

22. ágúst:
  
Skólasetning á sal skólans kl. 9:00.

 

Nýnemakynning í stofu 17 (fyrirlestrarsal að skólasetningu lokinni).

Töflubreytingar fara fram milli kl. 10:00 og 14:00. Nemendur sækja sér númer hjá ritara. Athugið að nýnemar þurfa að öllu jöfnu ekki að fara í töflubreytingar.

23. ágúst:
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu.

 

Fundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema í stofu 17 (fyrirlestrarsal) kl. 18:00.

24. ágúst – 25. ágúst:

Nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði.

 

30. ágúst

Skráningu í fjarnám lýkur.

 

1. september:
Kennsla í fjarnámi hefst.

 

Kynningarfundur fyrir nemendur með lesblindu kl. 15:15 í stofu 17 (fyrirlestrarsal). Kynning á hljóðbókum og fleiru gagnlegu en nemendur sem hafa aðgang að Hljóðbókasafni Íslands geta nálgast margar af kennslubókum sínum hjá safninu.

2. september

Kennsla í skipstjórnarnámi hefst

12. september
Síðasti dagur til að segja sig úr áfanga á haustönn 2016.

 

Bilun í símkerfi

Símkerfi skólans er bilað og ekki er vitað hvenær viðgerð verður lokið. Hægt er að ná sambandi við ritara í síma 4504400 en þeim sem þurfa að ná sambandi við stjórnendur skólans, er bent á að hringja í bein símanúmer sem hér segir:

Skólameistari - 4504401
Aðstoðarskólameistari - 4504402
Áfangastjóri - 4504418
Fjármálastjóri - 4504404


Atburđir
« Maí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir

Vefumsjón