Útskrift

Laugardaginn 28. maí útskrifuðust 41 nemandi frá Menntaskólanum á Ísafirði. Einn nemandi útksrifaðist með diplómu í förðunarfræði, 8 með A-réttindi vélstjórnar og 31 stúdent.  Auk þess útskrifaðist einn nemandi af rafvirkjabraut frá Tækniskóla Íslands. Dux Scholae, með meðaleinkunnina 9,21, er Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund. Semidux er Arna Kristbjörnsdóttir með meðaleinkunnina 9,09.

Við útskriftarathöfnina sem fram fór í Ísafjarðarkirkju voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur:
 • Verðlaun Orkubús Vestfjarða fyrir góðan árangur í vélstjórnargreinum hlaut Þórir Örn Jóhannsson.
 • Verðlaun fyrir góða ástundun og árangur í vélstjórnargreinum, gefin af Kristjáni G. Jóhannssyni og Ingu S. Ólafsdóttur til minningar um hjónin Margréti Leósdóttur og Jóhann Júlíusson, hlaut Guðfinnur Ragnar Jóhannsson.
 • Verðlaun Landsbankans fyrir framúrskarandi árangur í sálfræði og uppeldisfræði hlaut Kristín Harpa Jónsdóttir.

 • Verðlaun Íslandsbanka  fyrir framúrskarandi árangur í félagsgreinum hlaut Kristín Harpa Jónsdóttir.                    

 • Verðlaun Sögufélags Ísfirðinga fyrir framúrskarandi árangur í sögu hlaut Haraldur Jóhann Hannesson.

 • Verðlaun Menntaskólans á Ísafirði fyrir framúrskarandi árangur í íslensku hlaut Isabel Alejandra Diaz.

 • Verðlaun Eymundsson fyrir framúrskarandi árangur í ensku hlaut Isabel Alejandra Diaz.

 • Verðlaun Hugvísindasviðs Háskóla Íslands  fyrir framúrskarandi árangur í erlendum tungumálum hlaut Isabel Alejandra Diaz.

 • Verðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir hæstu meðaleinkunn í eðlisfræði og stærðfræði hlaut Arna Kristbjörnsdóttir.

 • Verðlaun Kerecis fyrir framúrskarandi árangur í líffræði og lífeðlisfræði hlaut Arna Kristbjörnsdóttir.

 • Verðlaun Sjóvá fyrir félagsstörf hlaut Melkorka Ýr Magnúsdóttir.

 • Verðlaun Málningarbúðarinnar á Ísafirði fyrir framúrskarandi árangur í myndlist hlaut Ómar Karvel Guðmundsson.

 • Verðlaun Ísfirðingafélagsins í Reykjavík. veitt til minningar um Jón Leós fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og félagsstörf hlaut Sigríður Salvarsdóttir.

 • Verðlaun Þýska sendiráðsins fyrir framúrskarandi árangur í þýsku hlaut Þórhildur Bergljót Jónasdóttir.

 • Verðlaun Danska sendiráðsins fyrir framúrskarandi árangur í dönsku hlaut.

  Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund.

 • Verðlaun Gámaþjónustu Vestfjarða fyrir framúrskarandi árangur í náttúrufræði og umhverfismennt hlaut Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund.

 • Verðlaun til minningar um Guðbjört Guðbjartsson, gefin af Ragnheiði Hákonardóttur, Guðbjarti Ásgeirssyni og fjölskyldu fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum hlaut Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund.

 • Verðlaun Aldarafmælissjóðs Ísafjarðarbæjar, veitt fyrir hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi, hlaut Dux Scholae,Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund. 

Þrír útskriftarnemar fluttu tónlist við athöfnina.  Kjartan Elí Guðnason lék á orgel Toccata í d-moll eftir J.S. Bach, Kristín Harpa Jónsdóttir lét á píanó Juba Dance ans úr In the bottoms eftir R.N. Dett og Sigríður Salvarsdóttir söng 

Voi che Sapete, aría Cherubinos úr Brúðkaupi Figarós eftir W.A. Mozart við undirleik Iwonu Frach.

Við athöfnina fluttu fulltrúar afmælisárganga ávörp. Fyrir hönd 10 ára stúdenta flutti ávarp Unnþór Jónsson, fyrir hönd 20 ára Kristján Freyr Halldórsson, fyrir hönd 30 ára Steinunn Kristjánsdóttir og Einar Eyþórsson flutti ávarp fyrir hönd 40 ára stúdenta.

Menntaskólinn á Ísafirði óskar öllum útskriftarefnum innilega til hamingju með áfangann.

Skólagjöld haustannar

Álagningarseðlar fyrir skólagjöld haustannar 2016 verða ekki sendir í pósti. Rukkun hefur verið stofnuð í hemabanka, forráðamenn yngri en 18 ára fá rukkun í sinn heimbanka.

 

Gjöld haustannar eru;

 

Innritunargjald, kr. 6.000

Þjónustugjald, kr. 9.000
Nemendafélagsgjald, kr. 6.500 

Samtals kr. 21.500

Ný jafnréttisáćtlun

Jafnréttisnefnd skólans hefur unnið nýja jafnréttisáætlun. Áætlunin hefur nú verið yfirfarin og samþykkt af Jafnréttisstofu og uppfyllir hún þær kröfur sem gerðar eru. Jafnréttisáætlunina má finna hér á heimasíðu skólans.

Útskrift

Mynd frá útskrift í desember 2015
Mynd frá útskrift í desember 2015
Útskrift frá Menntaskólanum á Ísafirði verður laugardaginn 28. maí n.k. Athöfnin hefst kl. 13:00 (útskriftarnemar mæta kl. 11:45) í Ísafjarðarkirkju. Að þessu sinni útskrifast alls 41 nemandi, einn með diplómu í förðunarfræði, 8  með A-réttindi vélstjórnar, einn lýkur prófi af vélvirkjabraut og 31 stúdent. Öllum er velkomið að mæta á útskriftarathöfnina.

Styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóđi Háskóla Íslands 2016

Styrkjum úr Afreks- og hvatningasjóði Háskóla Íslands verður úthlutað í 9. sinn í júní n.k. Styrkirnir eru veittir framaldsskólanemum sem ná afburðarárangri og innritast í Háskóla Íslands. Um er að ræða styrki að fjárhæð 300.000 krónur hver, auk þess sem styrkþegar fá skráningargjöldin endurgreidd. Annað árið í röð eru þrír styrkir sérstaklega ætlaðir þeim nemendum sem hyggja á kennaranám eða annað nám í menntavísindum. Þá er stjórn sjóðsins heimilt að veita allt að þrjá styrki til nýnema sem sýnt hafa fram á sérstakar framfarir í námi sínu eða náð góðum námsárangri þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 

Frekari upplýsingar um sjóðinn er að finna á slóðinni: http://sjodir.hi.is/afreks_og_hvatningarsjodur_studenta_haskola_islands 

Umsóknarfrestur um nám við Háskóla Íslands sem og um styrki úr sjóðnum er til 5. júní n.k.

Styrktarhlaup NMÍ

Líkt og á haustönn stendur Nemendafélag MÍ fyrir styrktarhlaupi þar sem allur ágóði mun renna til styrkstar Krabbameinsfélaginu. Hlaupið verður miðvikudaginn 11. maí og hefst kl. 17, lagt er af stað frá Menntaskólanum. Hlaupnar verða þrjár vegalengdir, 2,5 km, 5 km og 10 km. Þátttökugjald er lágmark 500 krónur en hærri framlög eru að sjálfsögðu einnig vel þegin. Allir eru hvattir til að mæta í bláu og hlaupa til styrktar góðu málefni.

Skólaalmanak 2016-2017

Skólalamanak næsta vetrar hefur verið samþykkt í skólaráði. Almanakið er hér á meðfylgjandi mynd og má skoða nánar með því að smella hér.

Ný stjórn nemendafélagsins

Í gær fóru fram kosningar í stjórn nemendafélagsins (NMÍ). veturinn 2016-2017. Nýkjörin stjórn er sem hér segir:

Formaður - Aðalbjörn Jóhannsson
Gjaldkeri - Friðrik Þórir Hjaltason
Ritari - Julo Thor Rafnsson
Menningarviti - Helga Þórdís Björnsdóttir
Málfinnur - Ingunn Rós Kristjánsdóttir
Formaður LNMÍ - Emma Jóna Hermannsdóttir
Formaður íþróttaráðs - Hjalti Hermann Gíslason

Nýrri stjórn er óskað til hamingju og einnig velfarnaðar í störfum sínum næsta vetur.

Fyrirlestur fyrir foreldra og forráđamenn um tölvufíkn

Í kvöld kl. 20 verður Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson með fyrirlestur fyrir foreldra og forráðamenn um helstu einkenni tölvufíknar.  Þorsteinn er kennari og hefur sjálfur glímt við tölvufíkn. Hann heldur úti vefsíðunni www.tolvufikn.is en síðan er hönnuð til að hjálpa foreldrum barna í tölvuuppeldi, aðstoða tölvufíkla til að takst á við fíknina og fræða almennt um tölvufíkn.

Á fyrirlestrinum er farið lauslega yfir helstu einkenni tölvufíknar og skoðað hverjir eru líklegir til þess að þróa með sér slíka fíkn. Einnig er farið í ýmsar ráðleggingar fyrir tölvufíkla og aðstandendur þeirra. Nemendur MÍ munu fara á fyrirlestur með Þorsteini á morgun, miðvikudag.

Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Ísafirði og hefst kl. 20:00. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir.

Klćđumst bláu á BLÁA DAGINN föstudaginn 1. apríl

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og og á morgun, 1. apríl, eru allir hvattir til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum.


Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra og virða framlag þeirra til samfélagsins. 


Fögnum fjölbreytileikanum og styðjum við bakið á einhverfum börnum. Klæðumst bláu á föstudaginn! #blarapril

Atburđir
« Mars »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir

Vefumsjón