Forvarnarstefna

Forvarnarstefna

MARKMIÐ

 • Að auka vellíðan nemenda
 • Að styrkja sjálfstraust
 • Að ýta undir jákvæða lífssýn og heilbrigða lífshætti
 • Að efla félagsþroska og sjálfsvirðingu

LEIÐIR

 • Við skólann skal starfar sérstakt  forvarnarteymi sem skipað er; skólameistara, aðstoðarskólameistara, áfangastjóra, námsráðgjöfum og félagsmálafulltrúa.
 • Forvarnarteymi skipuleggi fræðslustarf í samvinnu við starfsmenn, nemendur og forráðamenn þeirra.
 • Forvarnarteymi stuðli að opinni umræðu um forvarnir meðal nemenda, kennara og foreldra.
 • Forvarnir og umræða um þær verði  þáttur í sem flestum áföngum skólans.
 • Félagslíf nemenda og viðburðir á vegum skólans skulu einkennast af heilbrigðum lífsháttum og miða að því að efla félagsþroska nemenda.
 • Einelti er ofbeldi sem verður ekki liðið.
 • Nemendur og starfsmenn skólans mega ekki vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna í skólanum eða á lóð hans.  Sama gildir um skemmtanir og ferðalög nemenda á vegum skólans.
 • Reykingar og notkun munntóbaks er bönnuð í skólanum og á lóð hans.
 • Hvers kyns áróður sem hvetur til neyslu áfengis og vímuefna er bannaður í húsnæði eða samkomum á vegum skólans.
 • Sérstakar verklagsreglur eru í gildi um dansleikjahald á vegum skólans.
 • Áhersla er lögð á upplýsingastreymi um heilbrigða lífshætti.
 • Skólinn starfi með öðrum aðilum sem vinna að forvörnum innan héraðs.
 • Skólinn bjóði upp á áfallahjálp frá fagfólki þegar þörf krefur.

Forvarnaráætlun er unnin í samstarfi við starfsfólk og nemendur skólans. Stefnumörkunina skal endurskoða reglulega af:

 • Forvarnarteymi
 • Skólaráði
 • Kennarafundi