SAGA3ÁS05

Átök á 20. öldinni

Áfangalýsing:

Fjallað verður um stærstu atburði í sögu 20. aldar með sérstakri áherslu á heimsstyrjaldirnar og staðgenglastríð á kalda stríðstímanum. Átökin í Úkraínu verða skoðuð og sett í samhengi við atburði 20. aldar. Einnig verða átökin á Gaza skoðuð í ljósi sögunnar. Lögð er áhersla á orsakir átaka og afleiðingar þeirra. Áhersla er lögð á fjölbreytta og gagnrýna heimildanotkun og sjálfstæð vinnubrögð.

 

Forkröfur: SAGA2MÍ05

 

Markmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: 

  • helstu sögulegum atburðum og átökum á 20. öld.
  • hver er sögulegur bakgrunnur átakanna.
  • helstu hugtökum sem tengjast atburðunum og átökum.
  • ólíkum hugmyndafræðilegum stjórnmálastefnum sem höfðu áhrif á tímabilinu.
  • áhrifum átakanna á stöðu heimsmála í dag.
  • áhrifum átakanna á samskipti þjóða.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: 

  • afla sér upplýsinga um efni áfangans.
  • lesa fræðilega texta á íslensku og ensku og e.t.v. fleiri tungumálum og túlka merkingu þeirra.
  • greina orsakasamhengi og að setja efni áfangans í sögulegt samhengi.
  • beita gagnrýnni hugsun og meti áreiðanleika heimilda.
  • beita sagnfræðilegum aðferðum við úrvinnslu og skráningu heimilda.
  • nota ólík miðlunarform til að miðla sögulegu efni.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: 

  • gera sér grein fyrir orsökum átaka á tímabilinu.
  • geti ályktað um orsakasamband atburða í víðu sögulegu samhengi.
  • koma þekkingu sinni og skilningi á efninu á framfæri með fjölbreyttum hætti.
  • geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um efni áfangans.
  • geta metið alþjóðleg átök út frá eigin forsendum og skilningi.

 

 

Áfangakeðja í sögu