EFN 313 Lífræn- og lífefnafræði
Undanfari EFN103
Markmið
Að nemendur
- kynnist grunnhugtökum í lífrænni efnafræði
- kynnist grunnhugtökum í lífefnafræði
- geti tengt efnafræðina við daglegt líf fólks og umhverfi
- þjálfist í framkvæmd tilrauna, úrvinnslu þeirra og skýrslugerð
Námslýsing
Áfanginn er skilgreindur sem undirbúningur undir frekara nám í lífrænni efnafræði og lífefnafræði, s.s. nám í heilbrigðisgreinum, og til að gefa nokkra yfirsýn yfir efnið fyrir þá sem ekki hyggja á framhaldsnám tengt þessum greinum. Hér er því lögð áhersla á að gefa yfirlit yfir efnisþættina frekar en að kafa mjög djúpt í einstaka þætti þeirra enda um umfangsmikið efni að ræða. Í áfanganum eru sérkenni lífrænna efna skoðuð, fjallað er um helstu flokka þeirra og gefin innsýn í nafnakerfi og helstu efnahvörf. Komið er inn á lífefnafræði með því að skoða þrjá meginflokka lífefna, sykrur, prótein og fituefni.
Athugasemd
Kjörsvið á náttúrufræðibraut.