Að vera í fjar- og dreifnámi

Að vera í fjarnámi

Nokkur atriði er mikilvægt að hafa í huga fyrir nemendur í fjarnámi:

  • Námsáætlun er á Moodle. Hana skulu nemendur kynna sér vel í upphafi annar.
  • Mikilvægt er að nemendur í fjarnámi geri sér grein fyrir því að fjarnám felur í sér aukna ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Nemendur þurfa að fara reglulega (nokkrum sinnum í viku) inn á Moodle til að fylgjast með því sem fram fer í áfanganum. 
  • Nemendur með námsörðugleika þurfa að láta kennara sína vita. 
  • Þurfi nemendur á sérstökum úrræðum í námi að halda, m.a. vegna lesblindu, þarf beiðni þar að lútandi að koma frá nemandanum sjálfum.
  • Nemendur þurfa að láta kennara og áfangastjóra vita vilji þeir hætta í áfanga.