11 sep 2024
Nemendafélag MÍ stóð fyrir íþrótta- og leikjadegi í dag þar sem ýmislegt skemmtilegt var brallað í stað þess að mæta í hefðbundnar kennslustundir. Dagurinn byrjaði á furðufataskemmtiskokki í blíðuveðri þar sem meðal hlaupara voru ýmsar undarlega klæddar verur eins og meðfylgjandi myndir sýna. Fleira skemmtilegt var boðið upp á eins og bandí, boccia, skák, snúsnú, spil, karíókí og borðtennis. Var ekki annað að sjá en að nemendur og starfsfólk skemmtu sér vel.