13 sep 2019
Þessa dagana eru nemendur í áfanganum Textílvinna, hönnun og sköpun að vinna með náttúrulega liti. Meðal annars prófa nemendur sig áfram með ávexti, ber og blóm og ýmis matvæli. Þannig kynnast nemendur möguleikum á að minnka matarsóun. Einnig er unnið með japanska litunartækni sem heitir Shiboro og í henni felst sérstök munsturtækni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er litagleðin alls ráðandi og í harðri samkeppni við haustlitina sem núna setja svip sitt á Skutulsfjörðinn.