Vel heppnuð frumsýning

22 mar 2021

Vel heppnuð frumsýning

Á föstudaginn frumsýndi leikfélag MÍ söngleikinn Hárið í Edinborgarhúsinu í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar. Frumsýningin heppnaðist afar vel og var sýningunni klappað lof í lófa í lokin. 

Söngleikurinn Hárið er eftir þá Gerome Ragni og James Rado í íslenskri þýðingu Davíðs Þórs Jónssonar. Um útsetningu á tónlist sá Madis Mäekalle,og hljómsveitastjórn er í höndum Beötu Joó. Henna-Rikka Nurmi samdi dansana. Um hljóð sér Ásgeir Helgi Þrastarson, Friðþjófur Þorsteinsson sá um ljósahönnun, Helga Guðrún Gunnarsdóttir um hár, Unnur Conette Bjarnadóttir sá um búninga og málari var Steff Hilty. Formaður leikfélags MÍ er Dagný Björg Snorradóttir.

Framundan eru fleiri sýningar og hvetjum við áhugasama til að tryggja sér miða sem fyrst. Miðapantanir fara fram í gegnum vefsíðuna https://leikfelaglmi.is/

  • Sýning 4, þriðjudaginn 23. mars kl. 20.
  • Sýning 5, miðvikudaginn 24. mars kl. 20.
  • Sýning 6 föstudaginn 26. mars kl. 20
  • Sýning 7 laugardaginn 27. mars kl. 20
  • Sýning 8 sunnudaginn 28. mars kl. 20

 

Til baka