13 sep 2019

Litagleði á lista- og nýsköpunarbraut

Þessa dagana eru nemendur í áfanganum Textílvinna, hönnun og sköpun að vinna með náttúrulega liti. Meðal annars prófa nemendur sig áfram með ávexti, ber og blóm og ýmis matvæli. Þannig kynnast nemendur möguleikum á að minnka matarsóun. Einnig er unnið með japanska litunartækni sem heitir Shiboro og í henni felst sérstök munsturtækni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er litagleðin alls ráðandi og í harðri samkeppni við haustlitina sem núna setja svip sitt á Skutulsfjörðinn.

23 ágú 2019

Vel heppnuð nýnemaferð að baki

Löng hefð er fyrir því að nýnemar hefji skólagönguna á nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði. 40 nýnemar hófu nám við Menntaskólann á Ísafirði í vikunni og fór stærstur hluti þeirra í ferðina ásamt starfsmönnunum Emil Inga Emilssyni, Halldóri Karli Valssyni, Júlíu Björnsdóttur, Kolbrúnu Fjólu Arnarsdóttur og Stellu Hjaltadóttur.

Ferðin í ár heppnaðist vel í alla staði og veðrið lék við hópinn. Ferðin hófst á gönguferð en gengið var að eyðibýlinu Arnarnesi við utanverðan Dýrafjörð. Ýmislegt fleira var á dagskránni eins og kynnisferð um gamla skólann á Núpi, heimsókn í Skrúð, ratleikur og kvöldvaka þar sem stjórn NMÍ kynnti félagsstarfið í vetur.

Við bjóðum nýnema ársins 2019 velkomna í skólann.

19 ágú 2019

Mötuneytið

Mötuneyti skólans er opið frá og með 19. ágúst. Í mötuneytinu er í boði heitur matur ásamt veglegum salatbar. Einnig er í boði súpa, grautur eða skyr ásamt nýbökuðu brauði. Matseðill hverrar viku er birtur á heimasíðu skólans á hverjum mánudegi.

Verð fyrir matarmiða eða mataráskrift haustönn 2019 er sem hér segir:

  • Annarkort kr. 65.000 -  81 máltíð á tímabilinu 19.08. - 13.12.
  • Ekki er matur 26.09.   18.10.   21.10  og  06.11.
  • Hægt er að skipta greiðslu í fjóra hluta
  • Tíu máltíða kort kr. 8.500
  • Stök máltíð kr. 1.000

Velkomin í mötuneytið og verði ykkur að góðu!

19 ágú 2019

Mötuneytið

Mötuneyti skólans er opið frá og með 19. ágúst. Í mötuneytinu er í boði heitur matur ásamt veglegum salatbar. Einnig er í boði súpa, grautur eða skyr ásamt nýbökuðu brauði.

Verð fyrir matarmiða eða mataráskrift haustönn 2019 er sem hér segir:

  • Annarkort kr. 65.000 -  81 máltíð á tímabilinu 19.08. - 13.12.
  • Ekki er matur 26.09.   18.10.   21.10  og  06.11.
  • Hægt er að skipta greiðslu í fjóra hluta
  • Tíu máltíða kort kr. 8.500
  • Stök máltíð kr. 1.000

Velkomin í mötuneytið og verði ykkur að góðu!

17 ágú 2019

Skólasetning og hraðstundatafla

Skólasetning verður á sal skólans á mánudaginn, 19. ágúst, kl. 9:00. Að henni lokinni verður kennd hraðstundatafla sem lýkur kl. 11:15. Skipulag hraðstundatöflunnar má sjá hér en það hangir einnig uppi á upplýsingatöflum skólans. Kennt verður skv. stundatöflu þriðjudaginn 20. ágúst.

Töflubreytingar hefjast kl. 10:30 á mánudaginn. Sækja þarf númer hjá ritara. Töflubreytingar er einnig hægt að gera rafrænt og má finna frekari upplýsingar um þær hér.

 

15 ágú 2019

Upphaf haustannar 2019

Starf haustannar 2019 er nú um það bil að hefjst. Nemendur mæta til skólasetningar á sal skólans kl. 9 mánudaginn 19. ágúst. Að lokinni skólasetningu mæta nemendur samkvæmt hraðstundatöflu sem ætti að vera lokið upp úr kl. 11.  

Opnað hefur verið fyrir stundatöflur í INNU og nemendur sem þess óska geta fengið útprentað eintak á skrifstofu skólans frá og með mánudeginum 19. ágúst. Töflubreytingar  fara fram rafrænt í gegnum INNU en einnig er hægt að sækja númer til ritara og fara í töflubreytingu að lokinni hraðstundatöflu. Námsgagnalisti er aðgengilegur í INNU en hann má einnig finna hér.

Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8-16 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 8-15 á föstudögum. 

Mötuneyti skólans verður opið frá og með 19. ágúst. Hægt verður að kaupa annarkort í mötuneytið hjá ritara.

14 ágú 2019

Opið fyrir stundatöflu

Nú hefur verið opnað fyrir stundatöflu haustannar og er hún aðgengileg á INNU.  Athugaðu að til að sjá stundatöfluna þarftu að velja næstu viku (19.-23. ágúst). Í INNU sérðu líka námsgagnalista haustannar.

Töflubreytingar eru mögulegar í INNU, sjá leiðbeiningar hér. Töflubreytingar verða líka í boði að lokinni skólasetningu.

Ef þú hefur ekki greitt skólagjöld er INNA lokuð. Þeir nemendur sem greiða skólagjöld í dag þurfa að senda kvittun á Elínu Ólafsdóttur ritara skólans og mun Elín þá opna fyrir aðgang að INNU.

21 jún 2019

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 24. júní og opnar aftur kl. 10:00 þann 6. ágúst. Erindi sem þola ekki bið má senda í tölvupósti á stjórnendur skólans. 

Þann 14. ágúst verður nýnemakynning í skólanum og sama dag verður opnað fyrir stundatöflur nemenda í INNU. Kennsla hefst mánudaginn 19. ágúst.

Njótið sumarsins.

19 jún 2019

Innritun lokið

Innritun nýnema í framhaldsskóla er lokið og geta nemendur nú fengið upplýsingar um skólavist. Farið er inn á menntagatt.is og ýtt á breyta umsókn. Þar er flipi sem heitir umsókn en þar birtast upplýsingar um hvaða skóli hefur samþykkt umsóknina.

Í dag fór út bréfpóstur til allra nýinnritaðra nemenda við MÍ og greiðsluseðill fyrir skólagjöldum haustannar var sendur í heimabanka nemenda, en í heimabanka forráðamanna ef nemandinn er yngri en 18 ára.

Áhugasamir um nám við skólann geta haft samband við Heiðrúnu Tryggvadóttur áfangastjóra, heidrun@misa.is

12 jún 2019

Grunnnám hársnyrtigreina í boði eftir nokkurt hlé

Í haust verður í boði, eftir nokkurt hlé, grunnnám háriðna. Enn er hægt að bæta við nemendum á brautina og geta áhugasamir haft samband við Heiðrúnu Tryggvadóttur áfangastjóra í s. 450 4400 eða með því að senda tölvupóst á heidrun@misa.is