26 ágú 2016

Skráning í fjarnám

Skráning í fjarnám er nú í fullum gangi. Hér má sjá upplýsingar um þá áfanga sem eru í boði í fjarnámi. Skráning í fjarnámið fer fram á heimasíðu skólans, www.misa.is/fjarnám.
23 ágú 2016

Fundur með forráðamönnum nýnema

Kynningarfundur með forráðamönnum nýnema verður haldinn í dag, þriðjudaginn 23. ágúst kl. 18, í fyrirlestrarsal skólans. Dagskrá fundarins er sem hér segir:
  • Skólameistari ræðir um samstarf forráðamanna og skólans
  • Kynning á námi nemenda
  • Kennarar nýnema kynna sig
  • Kynning á INNU og Moodle
  • Námsráðgjafi kynnir þjónustu sína
  • Kynning á starfsemi foreldrafélagsins
  • Dansleikjahald
  • Nýnemaferð 24.-25. ágúst – kynning á dagskrá

 

Þess er vænst að forráðamenn komi á þennan fund ef mögulegt er.

22 ágú 2016

Nýnemaferð 2016

 

Nýnemaferð Menntaskólans á Ísafirði 24. – 25. ágúst 2016

 

Náms- og samskiptaferð að Núpi í Dýrafirði

 

Miðvikudagur:

  • Mæting kl. 8:10
  • Keyrt að Núpi
  • Gönguferð
  • Hádegisverður
  • Leiðsögn um svæðið í kringum Núp  
  • Kaffi, nemendum skipt í hópa til að undirbúa kvöldvöku
  • Kvöldmatur kl. 19:00
  • Nemendur undirbúa kvöldvöku kl. 19:30-20:00
  • Kvöldvaka kl. 20:00, fulltrúar NMÍ koma í heimsókn og kynna félagslífið
  • Svefntími kl. 23:30

  

Fimmtudagur:

  • Farið á fætur kl. 9:00
  • Morgunverður kl. 9:00 – 9:45
  • Ratleikur hefst kl. 10:00
  • Brottför frá Núpi kl. 12:00

 

 

NAUÐSYNLEG MINNISATRIÐI:

  • Skólareglur gilda í ferðinni
  • Skólinn greiðir rútuferðir
  • Nemendur greiða fyrir gistingu og fæði
  • Inni í fæði er hádegisverður, miðdegissnarl, kvöldverður og kvöldkaffi á miðvikudag og morgunmatur á fimmtudag
  • Nemendur taka með sér nesti fyrir miðvikudagsmorgun (ef þörf er á)
  • Kostnaður er 7400 kr.
  • Greiða þarf ferðina fyrir brottför. Ritari mun taka við greiðslum allan þriðjudaginn og eftir fundinn með forráðamönnum nýnema
  • Nemendur eiga að hafa með sér kodda, svefnpoka/sæng og lak 
  • Takið með ílát undir ber J
  • Nemendur verða að vera klæddir eftir veðri og í viðeigandi skófatnaði

 

 

 

Eftirtaldir starfsmenn fara með í ferðina:

 

Andrea Sigrún Harðardóttir, Elín Ólafsdóttir og Jónas Leifur Sigursteinsson

 

21 ágú 2016

Skólasetning

Menntaskólinn á Ísafirði verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 9:00 á sal skólans. Að skólasetningu lokinni verður kynning fyrir nýnema í fyrirlestrarsalnum (stofu 17). Töflubreytingar standa yfir frá kl. 10:00-14:00.
17 ágú 2016

Upphaf haustannar

Menntaskólinn á Ísafirði býður alla nemendur, kennara og annað starfsfólk velkomið til starfa á haustönn 2016. Upphaf haustannar er með eftirfarandi hætti:

19. ágúst: 
Stundaskrár opnast í INNU. Námsgagnalisti nemenda er í INNU og einnig hér.

22. ágúst:
  
Skólasetning á sal skólans kl. 9:00.

 

Nýnemakynning í stofu 17 (fyrirlestrarsal að skólasetningu lokinni).

Töflubreytingar fara fram milli kl. 10:00 og 14:00. Nemendur sækja sér númer hjá ritara. Athugið að nýnemar þurfa að öllu jöfnu ekki að fara í töflubreytingar.

23. ágúst:
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu.

 

Fundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema í stofu 17 (fyrirlestrarsal) kl. 18:00.

24. ágúst – 25. ágúst:

Nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði.

 

30. ágúst

Skráningu í fjarnám lýkur.

 

1. september:
Kennsla í fjarnámi hefst.

 

Kynningarfundur fyrir nemendur með lesblindu kl. 15:15 í stofu 17 (fyrirlestrarsal). Kynning á hljóðbókum og fleiru gagnlegu en nemendur sem hafa aðgang að Hljóðbókasafni Íslands geta nálgast margar af kennslubókum sínum hjá safninu.

2. september

Kennsla í skipstjórnarnámi hefst

12. september
Síðasti dagur til að segja sig úr áfanga á haustönn 2016.

 

12 ágú 2016

Bilun í símkerfi

Símkerfi skólans er bilað og ekki er vitað hvenær viðgerð verður lokið. Hægt er að ná sambandi við ritara í síma 4504400 en þeim sem þurfa að ná sambandi við stjórnendur skólans, er bent á að hringja í bein símanúmer sem hér segir:

Skólameistari - 4504401
Aðstoðarskólameistari - 4504402
Áfangastjóri - 4504418
Fjármálastjóri - 4504404


4 ágú 2016

Skólasetning

Menntaskólinn á Ísafirði verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 9:00 á sal skólans. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 23. ágúst kl. 8:10. Þann sama dag er boðað til fundar með foreldrum og forráðamönnum nýnema. Fundurinn hefst kl. 18:00 í fyrirlestrarsal skólans, stofu 17. Miðvikudaginn 24. ágúst fara nýnemar í náms- og samskiptaferð að Núpi í Dýrafirði og gista þar eina nótt.
22 jún 2016

Lokun vegna sumarleyfa

Skrifstofa Menntaskólans á Ísafirði er lokuð vegna sumarleyfa til 2. ágúst 2016. Brýn erindi má senda á netfangið jon@misa.is
21 jún 2016

Innritun lokið

Innritun nýnema fyrir haustönn er nú lokið. Allir nýnemar eiga að fá bréf frá skólanum í dag með öllu helstu upplýsingum um skólann og komandi haustönn. Eldri nemendur sem innrituðu sig í skólann eiga að vera búnir að fá samskonar bréf. Við bjóðum nýja nemendur hjartanlega velkomna í skólann en skólinn verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 9:00.
2 jún 2016

Skrifstofan lokuð 3. og 6. júní

Skrifstofa Menntaskólans verður lokuð föstudaginn 3. júní og mánudaginn 6. júní vegna fundarhalda og námskeiða. Hægt er að hafa samband við skólann með því að senda tölvupóst á heidrun@misa.is