19 feb 2016

MÍ úr leik í Gettu betur

MÍ keppti við MH í Gettu betur í kvöld. MÍ leiddi keppnina með einu stigi eftir hraðaspurningar en leikar enduðu með sigri MH, 36-26. Keppendur og stuðningsliðið stóðu sig með stakri prýði og voru skólanum sínum til mikils sóma.
19 feb 2016

MÍ keppir í fyrsta sinn í sjónvarpshluta Gettu betur í kvöld

Í kvöld kl. 20 keppir MÍ í fyrsta sinn í sögu skólans í sjónvarpshluta Gettu betur. Mótherjarnir eru MH og fer keppnin fram í sjónvarpssal. Keppendur, liðsstjóri og þjálfari fóru suður í dag og í morgun kl. 8 lagði stuðningsliðið af stað í rútu. Við óskum Gettu betur liðinu Dórótheu Magnúsdóttur, Friðriki Þóri Hjaltasyni og Kolbeini Sæmundi Hrólfssyni og liðsstjóranum Veturliða Snæ Gylfasyni góðs gengis í kvöld. Um leið hvetjum við alla núverandi og fyrrverandi MÍ-inga til að senda liðinu góða strauma og horfa á keppnina sem hefst eins og fyrr segir á RÚV kl. 20. Áfram MÍ.
15 feb 2016

Breytingar á skóladagatali

Skólaráð samþykkti á síðasta fundi sínum smávægilegar breytingar á skóladagatali vorannar. Námsmatsdögum voru færðir framar í maí og þeim fjölgað um tvo og tveir úrvinnsludagar bættust við fyrir aftan námsmatsdaga. Einnig var miðannarmatsdagur sem vera átti 17. febrúar færður til 8. mars. Nýtt skóladagatal er komið inn á heimasíðu skólans og það má einnig sjá hér.
31 jan 2016

Sólarkaffi

Eins og aðrir hér um slóðir fögnuðum við í MÍ sólarkomunni. Á fimmtudaginn komu nemendur skólans á sal, fögnuðu saman og gæddu sér á sólarkaffi í umsjón 3. bekkinga. Sjá má nokkrar myndir úr sólarkaffinu á myndasíðunni.
24 jan 2016

MÍ úr leik í MORFÍS

MORFÍS-liðið okkar tapaði mjög svo naumlega fyrir liði Menntaskólans að Laugarvatni. Aðeins munaði 69 stigum á liðunum en 2500 stig eru alls í dómarapottinum. Við erum stolt af keppendunum okkar, þeim Ingunni Ósk Kristjánsdóttur, Kolbeini Sæmundi Hrólfssyni, Þórði Úlfi Júlíussyni og Rannveigu Sigríði Þorkelsdóttur liðsstjóra, sem hafa lagt mikið á sig undanfarnar vikur og mánuði í æfingum og undirbúningi.
21 jan 2016

MÍ keppir í MORFÍS í kvöld

Í kvöld keppir MORFÍS-liðið okkar við Menntaskólann að Laugarvatni. Umræðuefnið er almenningsálitið og talar MÍ með því. Við óskum Ingunni Rós Kristjánsdóttur, Kolbeini Sæmundi Hrólfssyni, Þórði Úlfi Júlíussyni  og Rannveigu Sigríði Þorkelsdóttur liðsstjóra góðs gengis. ÁFRAM MÍ!
18 jan 2016

MÍ komið í 3. umferð Gettu betur

MÍ vann i kvöld sigur á Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, 21-20 í afar spennandi keppni í beinni útsendingu á Rás 2. Þar með er MÍ í fyrsta sinn komið í 3. umferð Gettu betur. Liðið, skipað þeim Dórótheu Magnúsdóttur, Friðriki Þóri Hjaltasyni og Kolbeini Sæmundi Hrólfssyni og þjálfarinn þeirra Veturliði Snær Gylfason, er þar með á leið í sjónvarpshluta keppninnar, fyrst MÍ-inga. Til hamingju með glæsilegan árangur.
18 jan 2016

MÍ keppir í 2. umferð Gettu betur í kvöld

Gettu betur lið MÍ, Dóróthea Magnúsdóttir, Friðrik Þórir Hjaltason og Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson, mætir í kvöld liði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í 2. umferð keppninnar. Keppnin er í beinni útsendingua á Rás 2 og hefst kl. 20:30. 
15 jan 2016

MÍ keppir í Gettu betur og MORFÍS í næstu viku

Búið er að draga í aðra umferð Gettu betur. MÍ mun etja kappi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akureyri (FVA) mánudaginn 18. janúar og fer keppnin fram í beinni útsendingu á RÁS 2 kl. 20:30. Á fimmtudaginn, 21. janúar, mun svo MORFÍS-liðið okkar keppa við Menntaskólann á Laugarvatni og fer keppnin fram á Laugarvatni. Við segjum hátt og snjallt: ÁFRAM MÍ!
13 jan 2016

Gettu betur lið MÍ komið áfram í 2. umferð

Í kvöld vann Gettur betur lið MÍ sigur á Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA). MÍ-ingar náðu góðri forystu strax í hraðaspurningunum og héldu henni allt til loka. Urðu lokatölur 26-17. Með sigrinum er liðið komið áfram í 2. umferð keppninnar. Við óskum Dórótheu Magnúsdóttur, Friðriki Þóri Hjaltasyni og Kolbeini Sæmundi Hrólfssyni sem skipa Gettur betur liðið fyrir hönd MÍ innilega til hamingju með sigurinn.