1 mar 2023

Gróskudagar 2023

Fjölbreyttar, skemmtilegar og vel sóttar smiðjur voru í boði fyrir nemendur á Gróskudögum í ár. Nemendur þurftu að velja sér sex smiðjur í heildina, þrjár hvorn dag. Smiðjurnar sem boðið var upp á í ár voru í kringum 35 talsins, staðsettar bæði í skólanum og víðar í bænum.

Það sem einkenndi Gróskudagana í ár var gleði og gaman eins og má sjá brot af henni á meðfylgjandi myndum.

Viljum þakka nemendum okkar fyrir einstaklega góða og skemmtilega Gróskudaga.

24 feb 2023

Setning Sólrisuvikunnar 2023

Sólrisuvikan er fastur liður í dagskrá MÍ. Í þessari viku er nemendafélagið með margt skemmtilegt eins og sjá má í fyrri frétt.

Í dag, 24. febrúar, var Sólrisuvikan sett með árlegri skrúðgöngu nemenda sem gengu fylktu niður á hringtorg, fögnuðu og fóru í Hókí pókí. Því næst var haldið aftur í skólann, Sólrisan sett með formlegum hætti og sýnt brot úr söngleiknum Rocky Horror sem leikfélag MÍ setur upp.

Gleðilega Sólrisuviku 

24 feb 2023

Smiðjur á Gróskudögum

Þökkum nefndinni fyrir frábæra vinnu í uppsetningu og skipulagningu Gróskudaganna.

Hér eru smiðjurnar, tímasetningar og staðsetning.

23 feb 2023

Ársskýrsla FABLAB

Út er komin ársskýrsla ársins 2022 fyrir FABLAB á Ísafirði sem er starfrækt í húsnæði MÍ. 

Ársskýrsluna má lesa hér

23 feb 2023

Rocky Horror

Leikfélag MÍ sýnir söngleikinn Rocky Horror í Edinborgarhúsinu nú í mars.

Frumsýning verður 10. mars n.k.

Miðasala fer fram á tix.is

23 feb 2023

Út að leika í eðlisfræði

Það er nú heldur betur hægt að nýta góða veðrið til útikennslu þessa dagana. 

Dóróthea kennari og nemendur í eðlisfræði skelltu sér út í góða veðrið í dag með rassaþotur og sleða, renndu sér í brekkunum við skólann og könnuðu áhrif þyngdarkrafts á hreyfingu.

23 feb 2023

Gróskudagar - skráning og kynning

Kæru nemendur

Gróskudagar verða í skólanum í næstu viku, þriðjudaginn 28. febrúar og miðvikudaginn 1. mars.

Þá verður óhefðbundið skólastarf og boðið verður upp á þrjár smiðjur hvorn daginn sem kennarar og starfsfólk skólans hafa umsjón með.

Smiðjur verða á þessum tímum: 

09:00 - 10:15
10:45 - 12:00
13:00 - 14:15

Þið þurfið að velja ykkur 6 smiðjur og farið á meðfylgjandi hlekk á signupgenius.com til þess.

Skráning hér

Athugið að velja aðeins eina smiðju á hverjum tímapunkti. Smiðjurnar geta verið í skólanum, í Stöðinni, í Edinborgarhúsinu og á fleiri stöðum, staðsetning kemur fram á skráningarforminu sem og umsjónarfólk smiðja. Mikilvægt er að vera mætt í smiðjuna á réttum tíma.

Í fyrstu smiðju á þriðjudag munuð þið fá afhent skráningarblað til að hægt sé að merkja við mætingu í smiðjunum. Þið þurfið að passa vel upp á skráningarblaðið, gæta þess að fá mætingu merkta í í hverri smiðju (fá stimpil) og skila til Ellu ritara ekki seinna en mánudaginn 6. mars. Mætingarskylda er á Gróskudaga. Það getur verið að síðasta smiðja dagsins verði eitthvað lengri en til 14:15, þá biðjum við ykkur um að taka fullan þátt þar til hún endar.

Ef þið viljið breyta skráningu, afskrá ykkur og slíkt, þá getið þið gert það ef þið búið til notendareikning á signupgenius.com. Ef þið lendið í vandræðum með skráningu getið þið sent póst á Kristján enskukennara kristjans@misa.is

Með von um frábæra Gróskudaga

Nefndin

21 feb 2023

Hljóð-, ljósa- og myndanámskeið

Langar þig að læra betur á hljóð-, ljósa- og myndakerfi?
Þá er hér kjörið tækifæri til að fara á námskeið.

Námskeiðið er 20klst og fyrir það fæst 1 eining.

Áhugasamir hafi samband við:
Mörthu Kristínu 
áfanga- og fjarnámsstjóra
marthakp@misa.is

 

21 feb 2023

Hugmyndir og nýsköpun

Ýmislegt skemmtilegt er gert í áfanganum Hugmyndir og nýsköpun, sem er skylduáfangi á stúdentsbrautum og á lista- og nýsköpunarbraut hér í MÍ.

Í áfanganum læra nemendur sjálfstæð vinnubrögð og hvernig hægt er að koma hugmyndum sínum á framfæri og jafnvel í framleiðslu.

Á dögunum fóru nemendur m.a. í heimsókn í tvö fyrirtæki hér á Ísafirði.

Í Nora Seafood fengu nemendur kynningu á nýsköpun í tínslu á sjávarfangi og vinnslu þess, en Nora Seafood framleiðir ýmiskonar fiskafurðir úr fersku sjávarfangi sem veitt er á Vestfjarðarmiðum.

Í Kertahúsinu fengu nemendur kynningu á tilurð fyrirtækisins sem stofnað var í Covid í kjölfar skorts á ferðamönnum. Einnig bjuggu allir nemendur til ilmkerti þar sem þau völdu lit, ilm og bolla/krukku sem eru endurvinnsla á bollum, krukkum og kertastjökum úr Vesturafli – nytjamarkaði í svæðinu.