14 sep 2009

Jöfnunarstyrkur

Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna eiga rétt á að sækja um styrk til jöfnunar námskostnaðar, sbr. reglugerð nr. 692/2003.

Umsókn á að senda til Lánasjóðs íslenskra námsmanna http://lin.is

Umsóknarfrestur er til 15. október.

Eitt frumskilyrði fyrir styrk er að umsækjandi stundi nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni.

Skilyrði fyrir styrknum er að nemandi hafi gengið til lokaprófs úr a.m.k. 12 einingum á önninni í reglubundnu dagskólanámi.

3 sep 2009

Dreifnám komið af stað

Dreifnám MÍ mun hefjast á mánudaginn 7. september. Allir nemendur dreifnámsins hafa fengið sendan tölvupóst með aðgangsorðum að Moodle og Innu. Ef einhver telur sig ekki hafa fengið slíkan póst þá vinsamlegast sendið tölvupóst á gudrun@misa.is
1 sep 2009

Nýnemaferð MÍ

Náms- og samskiptaferð að Núpi í Dýrafirði


Tímasetning:  3. - 4. september 2009

Meira

21 ágú 2009

Dreifnám haustið 2009

Eftirtaldir áfangar verða í boði í dreifnámi í Menntaskólanum á Ísafirði haustið 2009; DAN 103, EÐL 103, ENS 303, FÉL 303, 323, ÍSL 403, 633, LÍF 203, NÁT 103, 123, NÆR 103, SAG 103, SÁL 103, 333, SJÚ 103, STÆ 102, 122, 523, UPP 103, VST 127

Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá ritara skólans, umsóknarfrestur er til 28. ágúst n.k.
20 ágú 2009

Skólasetning

Menntaskólinn á Ísafirði verður settur föstudaginn 21. ágúst kl. 9:00 á sal skólans. Nemendur fá afhentar stundatöflur hjá sínum umsjónarkennara kl. 9:45. Töflubreytingar fyrir þá sem telja sig þess þurfa hefjast klukkan 10:00 hjá áfangastjóra og námsráðgjöfum. Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá mánudaginn 24. ágúst 2009.
5 ágú 2009

Upphaf haustannar 2009

Skrifstofa skólans er nú opin á ný að loknu sumarleyfi. Skólinn verður settur föstudaginn 21. ágúst kl. 09:00 á sal. Töflubreytingar verða gerðar 21. ágúst að lokinni skólasetningu. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 24. ágúst.
16 jún 2009

Nám á haustönn 2009

Umsóknarfrestur um staðnám á komandi haustönn er liðinn. Þeir sem ekki náðu að sækja um en vilja skrá sig í skólann geta þó haft samband við skrifstofu skólans frá 5. ágúst í síma 450-4400 eða sent tölvupóst á áfangastjóra fridgerd@misa.is Umsóknarfrestur í dreifnám og þeir áfangar sem verða í boði verða auglýstir síðar.
4 jún 2009

Innritun 2009

Umsóknarfrestur um nám í dagskóla á haustönn 2009 er til miðnættis fimmtudaginn 11. júní. Innritunin fer fram á netinu. Rafrænt umsóknareyðublað ásamt upplýsingum um innritunina er að finna á menntagatt.is/innritun. Þar eru einnig upplýsingar um nám í framhaldsskólum og námsframboð.


Nemendur sem ljúka 10. bekk 2009
Nemendur í 10. bekk grunnskóla hafa fengið afhent bréf í grunnskólunum með leiðbeiningum og veflykli sem opnar þeim aðgang að innrituninni. Forráðamenn þeirra eiga einnig að hafa fengið bréf frá ráðuneytinu með upplýsingum um innritunina. Þessi bréf eru aðgengileg á menntagatt.is/innritun, þar er einnig hægt að fá upplýsingar um hver veflykillinn er og fá hann sendan á umbeðið netfang.


Aðrir umsækjendur um nám í dagskóla
Umsækjendur geta sótt veflykil og fengið nánari upplýsingar á menntagatt.is/innritun og í síma 545-9500. Nemendum sem koma erlendis frá er bent á að setja sig í samband við þá skóla sem þeir hafa áhuga á að sækja um.

ATH. Nemendur skólans sem þegar hafa valið sér áfanga fyrir haustönn eiga ekki að sækja um skólavist í gegnum Menntagátt.

25 maí 2009

Skólaslit 2009

Menntaskólanum á Ísafirði var slitið í 39 sinn við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 23. maí sl. Útskrifaðir voru 63 nemendur. Átta vélaverðir smáskipa, 4 luku A námi vélstjórnar og 4 luku 2. stigi vélstjórnar og 3 luku B námi vélstjórnar. Einnig var útskrifaður 1 húsasmiður og 1 sjúkraliði, 2 stálsmiðir og 3 nemendur af starfsbraut. Alls brautskráðust 35 stúdentar. Einn meistari í dúklögn og veggfóðrun var brautskráður og einn meistari í bifreiðasmíði. Útskriftarnemarnir Margrét Theódórsdóttir, Fjóla Aðalsteinsdóttir, Halldór Smárason og Smári Alfreðsson léku á hljóðfæri, fulltrúar afmælisárganga fluttu ávörp og verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Halldór Smárason stúdent af náttúrufræðbraut. Hann hlaut 1. ágætiseinkunn 8.82.

 

19 maí 2009

Kaffisamsæti útskriftarnema

Útskriftarnemar kvöddu kennara og starfsfólk skólans með veglegu kaffisamsæti við lok kennslu í vor. Löng hefð er fyrir þessari kveðjustund og er hlaðborðið alltaf jafnglæsilegt og nemendur og starfsfólk gerðu kræsingunum góð skil. Fleiri myndir eru á myndasíðunni.