Rafræn ferilbók er notuð í vinnustaðanámi til að skrá og fylgjast með framvindu nemenda. Hún inniheldur lýsingu á verkþáttum og hæfni sem nemandi þarf að búa yfir við lok starfsnáms. Markmið ferilbókarinnar er að efla gæði vinnustaðanáms með því að mynda samskiptavettvang nemenda, vinnustaða, skóla og annarra sem koma að starfsnámi.
Til að skólinn geti stofnað rafræna ferilbók og nemasamning þarf að fylla út þetta eyðublað.
Þegar skólinn hefur stofnað ferilbókina fá neminn og meistarinn sms og/eða tölvupóst þar sem þeir eru beðnir að undirrita samninginn rafrænt.
Nánari upplýsingar um rafræna ferilbók má finna á heimasíðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.