Fréttir

Viðburðaríkt skólaár að baki

Viðburðaríku skólaári er nú lokið og komið að sumarfríi. Í skýrslu skólans má finna gott yfirlit yfir það helsta sem var á döfinni í skólastarfinu sl. skólaár

Samstarfshópur um eflingu starfs- og verknáms

Á morgunverðarfundi með atvinnulífinu  í haust var stofnaður samstarfshópur MÍ og fulltrúa úr atvinnulífinu sem ætlað er að standa vörð um starfs- og verknámsmenntun og hvernig megi efla hana á Vestfjörðum.

Auglýst eftir verkefnastjóra í 100% starf

Leitað er eftir verkefnastjóra sem mun vinna náið með stjórnendum, kennurum og starfsfólki að skipulagi og framkvæmd fjölbreyttra viðfangsefna.

Sumarleyfi - lokun skrifstofu MÍ

Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 26. júní og opnar aftur þriðjudaginn 5. ágúst.

65 nýnemar innritaðir á haustönn

Nú er innritun nýnema lokið og alls hafa 65 nýnemar verið innritaðir í nám við skólann í haust.

Ný heimasíða

Í dag 20. júní fögnum við opnun nýrrar heimasíðu MÍ.

Úthlutað úr Minningarsjóði Gyðu Maríasdóttur

Í dag, 17. júní, var úthlutað úr Minningarsjóði Gyðu Maríasdóttur. Sjóðurinn var stofnaður árið 1962 af nemendum Húsmæðraskólans Óskar á 50 ára afmæli skólans. Stærstur hluti sjóðsins er tilkominn frá Gyðu Maríasdót...

Íslenska sem annað mál, inngilding og framhaldsskólinn - málþing

Menntaskólinn á Ísafirði hýsti dagana 2.-3. júní málþing um kennslu íslensku sem annars máls, inngildingu og fjölmenningu í framhaldsskólanum. Var viðburðurinn samstarf Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Miðstöðvar m...

Innritun í nám á haustönn

Nú stendur yfir innritun í nám á haustönn. Í boði er nám á ýmsum brautum, í dagskóla, dreifnámi og fjarnámi. Umsóknarfrestur um nám í dagskóla og dreifnámi er til 10. júní en umsóknarfrestur í fjarnámi er til 16. ágúst. ...

Brautskráning á vorönn 2025

Laugardaginn 24. maí voru 77 nemendur brautskráðir frá skólanum af 11 námsbrautum. Brautskráningin fór fram við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju. Útskriftarnemar, starfsfólk skólans, afmælisárgangar og aðrir gestir voru vi...