Nú er innritun nýnema lokið og alls hafa 65 nýnemar verið innritaðir í nám við skólann í haust. Um 40% nýnema sóttu um námsbrautir í verknámi en um 60% sóttu um nám á bóknámsbrautum. Við hlökkum mikið til að taka á móti nýjum nemendum í skólann á nýnemadegi þann 18. ágúst. Enn geta eldri nemendur sótt um lotubundið dreifnám í skipsstjórn sem fer af stað í haust og þá eru einnig nokkur laus pláss í vélstjórnarnám á B-stigi, 5. önn í rafvirkjun, sjúkraliðanám og á stúdentsprófsbrautir. Innritun í fjarnám í bóklegum áföngum stendur yfir til 16. ágúst og fer fram á umsóknarvef INNU. Allar nánari upplýsingar má nálgast með því að senda fyrirspurn á fjarnam@misa.is.