Bleiki dagurinn í dag

Bleiki dagurinn í dag og klæddust kennarar og starfsfólk Menntaskólans á Ísafirði bleiku til að sýna samstöðu með konum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra.

Bleiki dagurinn er árlegur vitundar- og styrktardagur þar sem landsmenn bera Bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma. Markmiðið er að minna á mikilvægi rannsókna, forvarna og stuðnings við þá sem lifa með krabbameini.

Starfsfólk MÍ tók virkan þátt í deginum og myndaði saman fallega bleika slaufu til minna á að það er list að lifa með krabbameini.