Á morgun, miðvikudaginn 5. nóvember, er námsmatsdagur. Á námsmatsdegi er ekki hefðbundin kennsla skv. stundaskrá. Kennarar geta kallað nemendur til sín, t.d. ef nemendur hafa misst af einhverjum námsmatsþætti, þurfa að mæta í próf eða önnur verkefnaskil. Kennarar gefa upplýsingar um mögulega mætingu á námsmatsdegi.
Í dag lýkur fjarvistatímabili 2 og yfirlit yfir mætingu verða send út á morgun. Lágmarksviðmið um mætingu er 85% mæting á önn í hverjum áfanga fyrir sig, fari mæting nemenda undir þetta viðmið þýðir það fall á mætingu í viðkomandi áfanga.