Ný heimasíða

Í dag 20. júní fögnum við opnun nýrrar heimasíðu MÍ. Undarfarnar vikur hefur verið unnið hörðum höndum að undirbúningi nýju heimasíðunnar, en tímabært var að uppfæra þá gömlu og koma í nýtt umhverfi. Fyrir valinu varð vefumsjónarkerfið Moya frá Stefnu ehf.

Það er von okkar að nýja heimasíðan verði til hagsbóta bæði fyrir nemendur, tilvonandi nemendur og aðra notendur. Viljum benda á að einhverjar undirsíður eru í vinnslu og að upplýsingar um einstaka atriði gæti vantað að sinni.

Slóðin er sem fyrr www.misa.is