Í síðustu viku héldum við skólafund með svokölluðu ,,spurt og svarað" sniði þar sem nemendur gátu sent inn spurningar um hvað sem er tengt skólastarfinu, nafnlaust eða undir nafni. Starfsfólk og fulltrúar nemendafélags gerðu sitt besta til að svara og var þátttaka á fundinum góð. Margar áhugaverðar spurningar streymdu inn og hér eru nokkur dæmi um það sem tekið var til umræðu:
Það er mikilvægt að eiga reglulega samtal við nemendur og fá að heyra þeirra rödd, skoðanir og vangaveltur varðandi skólastarfið. Skólafundir skulu haldnir a.m.k. einu sinni á ári skv. lögum um framhaldsskóla og í MÍ hafa slíkir fundir verið haldnir á hverri önn um nokkurt skeið.

