Skólanámskrá

Skólanámskrá Menntaskólans á Ísafirði er í samræmi við Aðalnámskrá framhaldsskóla og byggir á lögum um framhaldsskóla (92/2008).

Skólanámskráin er aðgengileg á vef skólans og er einungis á rafrænu formi. Tenglarnir hér fyrir neðan vísa allir á heimasíðu skólans.

1. Almennur hluti

Gildi Menntaskólans á Ísafirði eru virðing, metnaður og vellíðan. Í skólanum er boðið upp á f­jöl­breytt nám og kennsluhætti, þar fer fram öflugt starf sem byggir á því að efla nemendur og námsmenningu. Boðið er upp á nám á bóknáms-, verknáms- og starfs­námsbrautum, bæði í stað- og fjarnámi. Skólinn sta­r­f­a­r ef­tir áf­a­nga­kerf­i og lagt er upp með fjölbreytt nám og metnaðarfulla kennsluhætti. Framtíðarsýn skólans kemur fram í stefnum og áætlunum sem finna má í Gæðahandbók MÍ en felur m.a. í sér að:

  • stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi.
  • búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám.
  • efla færni nemenda í íslensku máli, bæði töluðu og rituðu.
  • efla siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda.
  • þjálfa nemendur í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnrétti og gagnrýninni hugsun. 
  • sinna miðlun þekkingar og þjálfa nemendur til að gegna sérhæfðum störfum og hafi forsendur til að sækja sér frekari menntun.
  • námsframborð skólans sé í stöðugri þróun og fjölbreyttar námsbrautir séu í boði með sérhæfingu ólíkra faggreina.
  • skólinn búi nemendum og starfsfólki vinnumhverfi þar sem vellíðan og heilbrigði sé í fyrirrúmi.
  • bjóða upp á öfuluga stoðþjónustu sem mætir þörfum nemendahópsins hverju sinni.
  • styðja nemendafélag skólans í því að halda uppi heilbrigðu og öflugu félagslífi.

1.1 Stjórnskipan

1.2 Námsframboð og skipulag náms

1.4 Kennsluhættir og námsmat

1.4 Stuðningur, ráðgjöf og þjónusta við nemendur

1.5 Réttindi og skyldur nemenda

1.6 Foreldrasamstarf

1.7 Samstarf við utanaðkomandi aðila

1.8 Sjálfsmat og gæðamál

 

2. Námsbrautarlýsingar