Opin stúdentsbraut

Lýsing: Á brautinni er lögð áhersla á gott almennt nám. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi, t.d. á sviði lista, íþrótta, verklegra greina eða sérhæfingar í ákveðnum greinum. Nemendum á er ráðlagt að kynna sér vel inntökuskilyrði viðtökuskóla (háskóla). Nauðsynlegt getur reynst að bæta við einingum/áföngum í bundnu áfangavali í einstöku greinum til að uppfylla þau.

Námsframvinda: Lágmarkseiningafjöldi er 200 einingar. Meðalnámstími er 3-4 ár. Nemandi sem hyggst ljúka námi á þremur árum þarf að jafnaði að ljúka um 67 einingum á hverju skólaári.

Inntökuskilyrði á brautina: Að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast.

Námslínur: Nemendur velja tvær línur, 20 einingar hvor, auk frjáls vals.

  

ALMENNUR KJARNI 99 ein       
Námsgrein Skammstöfun             1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Danska DANS 2BF05               
Enska ENSK 2DM05 2RR05 3HO05         10  5
Hugmyndir og nýsköpun HUGN 1HN05           5    
Inngangur að félagsvísindum FÉLV 1IF05           5    
Inngangur að náttúruvísindum NÁTV 1IN05           5    
Íslenska ÍSLE 2BR05 2MG05 3SB05 3XX05*       10 10
Jafnréttis- og kynjafræði JAFN 1JK05              
Lokaverkefni LOKA 3VE02              
Náms- og starfsfræðsla NÁSS 1NN03            3    
Saga SAGA 2FR05  2MÍ05           10   
Stærðfræði STÆR 2GS05  2LT05            10  
Umhverfis- og átthagafræði UMÁT     3UN05           5
Upplýsingatækni- og vefsíðugerð UPPT 1UV05              
Einingafjöldi 99 ein             26 40 22
ÞRIÐJA TUNGUMÁL 15 ein
Námsgrein Skammstöfun             1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Franska FRAN 1AG05 1AF05 1AU05       15     
eða þýska ÞÝSK 1AG05 1AF05  1BG05       15     
Einingafjöldi 15             15    
VAL 86 ein, þar af 40 einingar á 2 línum      
Námslínur Námgreinar                  
Efna- og eðlisfræðilína
Eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði
Félagsvísindalína
Félagsfræði, heimspeki, sálfræði, uppeldisfræði 
Hugvísindalína
Íslenska, listir og menning, saga 
Listalína
Hönnun, kvikmyndagerð, leiklist, ljósmyndun, myndlist, sjónlistir, teikning 
Náttúruvísindalína
Jarðfræði, líffræði, náttúrufræði,  
Nýskönunar- og frumkvöðlalína
Hönnun, ljósmyndun, Fab lab, viðskiptalögfræði 
Stærðfræðilína
Stærðfræði
Tónlistarlína
Tónlistarnám í tónlistarskóla
Tungumálalína
Danska, enska, franska, spænska, þýska
Viðskiptalína
Bókfærsla, fjármálalæsi, rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði, lögfræði
Verknámslína
Hár- og snyrtigreinar, húsasmíði, málmiðngreinar, vélstjórn, skipstjórn
Starfsnámslína
Sjúkraliðanám
Einingafjöldi 86                  
 
Hámark ein á 1. þrepi 33% eða 66 ein.   
Hámark ein á 2. þrepi 50% eða 100 ein.   
Lágmark ein á 3. þrepi 22,5% eða 45 ein.   


Skipulag
Námið á brautinni skiptist í almennan kjarna, þriðja tungumál, brautarkjarna og frjálst val. Við valið þurfa nemendur að huga að þrepaskiptingu aðalnámskrár sé fullnægt. Nemendur skipuleggi valið í samráði við náms- og starfsráðgjafa í samræmi við framtíðaráætlanir.

* valáfangi í íslensku á 3. þrepi

 Skipulag námsbrautarinnar eftir önnum