Reglur um námsframvindu

Reglur um námsframvindu

  • Að jafnaði skal nemandi sem er í fullu námi sækja 25-33 f-eininga/15 – 20 eininga nám á önn. Verknámsnemendur taka að jafnaði fleiri einingar á önn.
  • Nemandi skal ljúka 15 f- einingum/9 einingum á önn eða 30 f-einingum/18 einingum á hverjum tveimur önnum hið minnsta. Skólanum er ekki skylt að endurinnrita nemanda hafi hann ekki náð lágmarkseiningafjölda á tveimur önnum í röð.
  • Nemanda er heimilt að sitja sama áfangann þrisvar sinnum.
  • Fyrstu þrjár vikur annar á nemandi þess kost að breyta stundatöflu sinni án þess að úrsagnir séu skráðar. Eftir það eru úrsagnir skráðar í námsferil nemenda og fær nemandi sem hættir í áfanga skráð fall í námsferil.
  • Einkunnir í framhaldsskólum eru gefnar í heilum tölum frá 1 til 10. Til að standast lokamat og fá leyfi til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunn 5. Þó er nemanda heimilt að útskrifast með einkunnina 4 ef um lokaáfanga eða stakan áfanga er að ræða. Þessir áfangar gefa ekki einingar.
  • Ef nemandi er veikur þegar lokamat í áfanga á sér stað skal hann tilkynna það til ritara skólans hið fyrsta. Skylt er að skila inn læknisvottorði.
  • Nemandi sem verður uppvís að því að hafa rangt við í prófi telst fallinn á prófinu. Hið sama gildir um misferli þar sem námsmat felst í öðru en skriflegu prófi.
  • Nemendur virði reglur um höfundarétt og notkun og skráningu heimilda. Gildir þá einu hvort um er að ræða búta úr verki eða verkið í heild.