Námsráðgjöf

Námsráðgjöf Menntaskólans á Ísafirði

Hlutverk námsráðgjafa Menntaskólans á Ísafirði er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá í námi og aðstoða við val á framhaldsnámi.

Námsráðgjafi er málsvari og trúnaðarmaður nemenda og er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra.

Námsráðgjafi er við á auglýstum viðtalstíma, hægt er að koma við eða panta tíma hjá ritara í síma 450-4400.

 

Til námsráðgjafa er hægt að leita vegna:

  • Vinnubragða í námi
  • Uppbygging náms í MÍ
  • Náms- og starfsval
  • Hindrana í námi
  • Hljóðbóka

 

Náms- og starfsráðgjafi MÍ

Stella Hjaltadóttir - stella@misa.is