Þjónusta

Þjónusta við nemendur og aðstandendur

Hér er að finna yfirlit yfir þá þjónustu sem er að finna við skólann, s.s. námsráðgjöf, bókasafn, aðgengi að tölvukerfi skólans, upplýsingar um mötuneyti, heimavist og viðtalstíma kennara.  

Náms- og starfsráðgjöf

Skólahjúkrun

Farsældarþjónusta

Mötuneyti

Heimavist

Bókasafn

Tölvur og netkerfi

Skrifstofa

Umsjón nýnema

 

Nemendur með sértæka námserfiðleika

Brýnt er að í upphafi náms komi nemendur með greiningar sínar til náms- og starfsráðgjafa skólans.
Skólinn býður þeim nemendum sem greinst hafa með eða hafa sterkar vísbendingar um sértæka námserfiðleika ýmis úrræði sem m.a. felast í:

  • Lengri tíma í prófum.
  • Nemendum verði boðið að taka munnleg próf a.m.k. að hluta í stað skriflegra.
  • Að próf sé lesið inn á hljóðsnældur.
  • Að þeim sé leyft að taka próf einum eða í litlum hópum.
  • Að þeim sé leyft að nota tölvur í prófum.
  • Að veita þeim aðstoð við að nálgast ýmis hjálpargögn s.s. hljóðbækur og ýmis kennsluforrit sem auðvelda þeim námið.
  • Að veita þeim stuðning bæði gagnvart kennsluefni og ekki síður almennan stuðning.
  • Að hafa framsetningu prófa og verkefna skýra en hér er t.d. átt við hafa leturgerð og leturstærð af heppilegri gerð.

Nemendur hafi samband við námsráðgjafa eða umsjónarkennara varðandi þessa aðstoð í upphafi annar.