Samfélagstúlkun

Nám í samfélagstúlkun

Uppsetning náms
Námið er þrjár annir og er samtals 30 einingar. Námið skiptist niður í sértæka áfanga og almenna áfanga. Sértæku áfangarnir miðast sérstaklega að því að auka færni og þekkingu nemenda í túlkun, en almennir áfangar hafa beinni vísun í almennt námsefni framhaldsskólans, þó með þeim formerkjum að þar sé notast við einstaklingsbundna kennslu. Kennsluhættir á samfélagstúlkunarbraut miðast að öllu leyti að því að nemendur í dreifðu námi standi jafnfætis staðarnemendum.


Markmið námsins eru sem hér segir

1. Að nemendur geri sér grein fyrir helstu vandkvæðum í túlkun á milli mismunandi tungumála og menningarsvæða.
2. Að nemendur þekki innviði íslensks samfélags auk helstu stofnanna og hlutverks þeirra.
3. Að nemendur hafi þá faglegu færni sem þarf til að vera fær um að túlka við erfiðar aðstæður í viðkvæmum málum.

 


Skipulag
Kennt verður einu sinni í viku þrjár klukkustundir í senn í alls tíu vikur. Nemendur geta mætt í kennslustundir eða verið í fjarnámi. Próf verða haldin í annarri viku desembermánaðar.

Umsóknarfrestur er til 24. september 2008.

Kynningarfundur verður fimmtudaginn 18. sept. kl. 18.00. Fundir og staðbundin kennsla verða á eftirtöldum stöðum:

Menntaskólinn á Ísafirði, Torfnesi, Ísafjörður
Tengiliður: Rúnar Helgi Haraldsson
Verkefnisstjóri Samfélagstúlkunar og sviðstjóri samfélagsgreina
runar@misa.is
Sími. +354 450 4400, 8227415
Fax: +354 450 4419

Akranesdeild Rauðakross Íslands, Þjóðbraut 11, Akranesi
Tengiliður: Anna Lára Steindal
Framkvæmdastjóri
steindal@redcross.is
Sími:+354 431 2270, 896 7870

Námsflokkar Hafnarfjarðar, Skólabraut 1
Tengiliður: Amal Tamimi
Framkvæmdastjóri / Director
Jafnréttishús / Equality Center
amal@jafn.is
Sími: 8992301

Þekkingarnet Austurlands, Tjarnarbraut 39a, Egilsstaðir
Tengiliður: Helga M. Steinsson
Verkefnastjóri þróunarverkefna
Fjölmenningarsetur/The Multi-Cultural and Information Centre/ Austurlandi
helga@fjolmenningarsetur.is
Sími: +354 895-0043
Fax:+354 477 1227


Fyrsti kennsludagur er 30 september.


Gjaldskrá
Innritunargjald er 5500 kr. Auk þess greiða nemendur kr. 2000 fyrir hverja einingu.

 

Áfangar í boði eftir önnum (Smellið á viðeigandi áfanga til að skoða áfangalýsingu)

 

1. Önn

Félagsfræði (FÉL 113)

Íslenska ÍSA 113)

Upplýsingatækni (UTN 113)

 

2. Önn

Túlkunarfræði 1 (TÚL 104)

Íslenska (ÍSA 213)

Enska (ENS 123)

 

3. Önn

Túlkunarfræði 2 (TÚL 205)

Íslenska ÍSA 313

Enska (ENS 223)