Sjúkraliðabrú

Sjúkraliðabrú

Menntaskólinn á Ísafirði, sem aðildarskóli að Fjarmenntaskólanum, býður upp á nám á sjúkraliðabrú. Námið er í umsjón Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra, Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólans á Ísafirði.

Lýsing: Sjúkraliðabrú er 151 eininga nám með námslok á 3. hæfniþrepi. Námið samanstendur af sérgreinum sjúkraliðabrautar, vinnustaðanámi og starfsþjálfun. Tilgangur sjúkraliðabrúar er að gefa fólki með starfsreynslu í umönnunarstörfum tækifæri til að öðlast starfsréttindi sem sjúkraliðar. Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem sjúkraliði á Íslandi. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað.

Námsframvinda: Námið er 151 einingar. Meðalnámstími er 3 ár, þar af 5 annir í skóla.

Inntökuskilyrði á brautina

  • Að nemandi hafi staðist grunnskólapróf í samræmi við námsmat sem ráðuneytið birtir um viðmið við lok grunnskóla í almennum hluta Aðalnámsskrár eða sambærilegt nám.
  • Umsækjandi þarf að vera orðinn 23 ára og hafa að lágmarki 2 ára starfsreynslu við umönnun aldraðra, fatlaðra eða sjúkra.
  • Umsækjandi þarf að vera starfandi við umönnun aldraðra, fatlaðra eða sjúkra þegar sótt er um námið auk þess að skila meðmælum frá vinnuveitanda.


Skipulag námsins: Skipulag námsins tekur mið af hæfnikröfum sjúkraliða og þeim kröfum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið setur um hæfniþrep áfanga og brauta. Nám á sjúkraliðabrú er samvinna þriggja skóla: Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólans á Ísafirði. Skólarnir skipta með sér kennslu á bóklegum áföngum og eru þeir kenndir eingöngu í  fjarnámi á netinu. Hver skóli fyrir sig sér síðan um sína nemendur hvað varðar verklega áfanga svo sem líkamsbeitingu, verklegan hjúkrunaráfanga ásamt vinnustaðanáminu. Einnig hefur hver skóli fyrir sig umsjón með sínum nemendum í starfsþjálfun.

Sérgreinum brautarinnar er raðað á sex annir. Með hliðsjón af uppsetningu brautarinnar getur brautin verið hentug fyrir einstaklinga sem nám með vinnu eða fyrir nemendur sem eiga erfitt með að stunda dagskólanám af ýmsum ástæðum. Skólum er frjálst að flétta saman bóknámi og vinnustaðanámi að loknum fyrsta áfanga í bóklegri og verklegri hjúkrun samkvæmt skólanámskrá.

Vinnustaðanámið (VINN áfangar) fer fram á stofnunum samhliða bóknáminu. Starfsnám skiptist í vinnustaðanám og starfsþjálfun, hvort tveggja á heilbrigðisstofnun. Skólinn gerir samkomulag við heilbrigðisstofnanir um vinnustaðanám og starfsþjálfun með hæfniviðmið brautar að leiðarljósi.

 

Vinnustaðanám (verlegt nám - ólaunað): Vinnustaðaáfangarnir eru þrír talsins; VINN3ÖH08 (verklegt á öldrun), VINN2LS08 (verklegt á hand- og lyflæknisdeildum) og VINN3GH08 (verklegt á sérdeildum). VINN áfangarnir eru allir byggðir upp eins það er að nemandinn er 15 daga í verklegu námi á deild undir leiðsögn reynds sjúkraliða. Hver áfangi tekur í heild sinni c.a 3 vikur. Verklega námið í VINN áföngunum er ólaunað.

Mætingaskylda er í vinnustaðanámið og verði nemendur veikir þurfa þeir að vinna það upp. Nemendur byrja að taka VINN3ÖH08, síðan VINN2LS08 og að lokum VINN3FGH08 (verklegt nám á sérdeild).

Í verknámi þurfa nemendur að tileinka sér og sýna fram á faglega hæfni í verkum sínum sem og færni í samskiptum við skjólstæðinga og samstarfsfólk. Nemendur halda ferilbók yfir verknámið sem námsmat er að hluta til byggt á. Nemendur skrifa einnig dagbók á meðan á verknámi stendur.

 

Starfsþjálfun: Skóli má ekki útskrifa nemendur nema nemandinn hafi farið í starfsþjálfun. Starfsþjálfunin er samtals 27 einingar og þarf nemandi að hafa tekið 80 vaktir í 60 – 100% vinnu á að minnsta kosti tveimur deildum eða tveimur stöðum. Nemandi er á launum á meðan á starfsþjálfun stendur.

Nemandi þarf sjálfur að útvega sér starfsþjálfunarpláss (sækja um starfsþjálfunarpláss á heilbrigðisstofnun) en umsjónaraðili sjúkraliðanáms þarf að samþykkja námsstaðinn áður en starfsþjálfunin hefst.

Að loknu námi í starfsþjálfun þarf skólinn að fá í hendur staðfestingu á að nemandi hafi tekið starfþjálfunina og umsögn um nemandann. Hluta starfsþjálfunar (30 – 40) vaktir má nemandi byrja að taka eftir að hafa lokið VINN2SL08 og HJÚK2HM05 og HJÚK2TV05. Ekki er tekið tillit til fyrri starfsreynslu til skerðingar á starfsþjálfun né vinnustaðanámi.

 

Sjúkraliðabrú 151 eining
Námsgrein Skammstöfun             1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Heilbrigðisfræði HBFR 1HH05              
Hjúkrun HJÚK 1AG05 2HM05 2TV05 3FG05 3ÖH05 3LO03 5 10  13
Hjúkrun verkleg HJVG 1VG05              
Líffæra- og lífeðlisfræði LÍOL 2SS05 2IL05           10  
Líkamsbeiting LÍBE 1HB01           1    
Lyfjafræði LYFJ 2LS05             5  
Næringafræði NÆRI 1GR05           5    
Sálfræði SÁLF 2IS05 3ÞR05           5  5
Siðfræði SIÐF 2SF05             5  
Sjúkdómafræði SJÚK 2GH05 2MS05           10  
Skyndihjálp SKYN 2EÁ01             2  
Sýklafræði SÝKL 2SS05             5  
Upplýsingalæsi UPPÆ 1RS05           5    
Vinnustaðanám VINN 2LS08 3ÖH08 3GH08         8 16
Starfsþjálfun STAF 3ÞJ27               27
Einingafjöldi 146             26 64 61