SJÓN1LF05

Lita- og formfræði

Áfangalýsing:

Í áfanganum kynnist nemandinn lögmálum myndbyggingar og rannsakar hvernig eðli myndflatar breytist eftir því á hvaða hátt línur og form skipta honum upp. Nemandinn þjálfar sig í óhlutbundinni myndgerð með það að markmiði að ná fram mismunandi áhrifum á tvívíðan flöt og þrivíðum. Grundvallaratriði í meðferð lita eru einnig viðfangsefni áfangans og kannar nemandinn samspil þeirra, virkni og áhrif. Nemandinn þjálfast í að blanda liti og beita þeim á markvissan hátt. Hann þjálfast í notkun margvíslegra efna og áhalda við rannsóknir sínar. Nemandinn kynnist verkum nokkurra listamanna og hönnuða í tengslum við verkefnavinnu. Samhliða henni þjálfast hann einnig í notkun grunnhugtaka í lita- og formfræði.

 

Forkröfur: Engar

 

Markmið:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:  

  • formfræði, litafræði, myndbygging.
  • grunnhugtökum í lita og formfræði.
  • ólíkum áhrifum lína og forma á mismundandi stöðum í myndfleti.
  • mismunandi áhrifum og vægi lita.
  • blöndun og beitingu ljós- og efnislita.
  • klassískum fegurðarlögmálum og notkun þeirra í myndlist, hönnun og byggingarlist.

Nemandi skal hafa öðlast leikni i að:  

  • beita litum og formum til að ná fram mismunandi áhrifum.
  • nota grunnhugtök í lita og formfræði.
  • nota mismunandi efni og blanda liti.
  • nota verk nokkurra myndlistamanna og hönnuða sem innblástur fyrir eigin vinnu.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:  

  • rannsaka óhlutbundna myndbyggingu.
  • nýta grundvallaratriði í myndbyggingu, lita og formfræði til að tjá eigin hugmyndir.
  • rökstyðja skoðanir sínar um málefni sem tengjast mismunandi merkingu lita, forma og efnis.

 

Áfangakeðjur í lista- og nýsköpunargreinum