Busavígsla, nýnemaferđ og busaball

Í síðastliðinni viku var tekið á móti nýnemum. Eftir að fjöldi nýnema og þar með húsnæði skólans hafði fengið óæskilegt lýsisbað á þriðjudegi voru nemendur sendir heim og eldri nemendur settir í að þrífa skólann. Á miðvikudegi vígðu svo eldri nemendur busana í sinn hóp og daginn eftir fóru nýnemar ásamt umsjónarkennurum og íþróttakennara saman í ferðalag. Farið var í Ósvör og að Núpi í Dýrafirði þar sem gist var eina nótt. Í Dýrafirði var gengið út á Arnarnes og til baka að Núpi. Seinna um daginn var gengið í garðinn Skrúð og hann skoðaður. Um kvöldið var kvöldvaka og stjórn NMÍ kom í heimsókn og sagði frá félagslífinu í skólanum. Daginn eftir fóru nemendur í ratleik að loknum morgunverði og síðan var heim á leið. Á laugardagskvöld var svo busaball haldið í skólanum en þar spilaði hljómsveitin xxxRottweiler, í klukkutíma og sex mínútur! Á ballinu var mikið fjör og mæting mjög góð. Myndir frá busavígslu og nýnemaferð eru komnar inn hér á síðuna og líka á facebook.
Atburđir
« Nóvember »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nćstu atburđir

Vefumsjón