Nemendur í rafmagnsfræði í heimsókn

24 apr 2023

Nemendur í rafmagnsfræði í heimsókn

Nemendur í áfanganum RAFM1HL05 (rafmagnsfræði) fóru í heimsókn til Landsnets og Orkubús Vestfjarða á föstudaginn var. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér starfsemi og starfsstöðvar fyrirtækjanna á svæðinu.

Nemendur fengu að skoða varaaflvélar, rafspennistöðvar og háspennubúnað, auk þess skoðuðu þau Kyndistöðina og hvernig rafmagn er leitt frá raforkukerfinu til heimahúsa.

Menntaskólinn þakkar gestgjöfunum fyrir frábærar móttökur og voru nemendur hæstánægðir með góðan og skemmtilegan dag.

Til baka