Opna húsið

30 mar 2023

Opna húsið

Mánudaginn 27. mars var haldið opið hús í MÍ fyrir elstu bekki grunnskólanna hér á Vestfjörðum.

Opna húsið tókst mjög vel og mættu í kringum 100 nemendur í heimsókn til okkar. Nemendur fengu kynningu á námsframboði, nemendafélaginu og skólastarfinu í fyrirlestrarsal skólans og spurðu ýmissa spurninga. Því næst sungu þær Sylvía Lind og Mariann fyrir okkur lagið sem þær munu flytja í Söngvakeppni framhaldsskólanna laugardaginn 1. apríl. Nemendum var svo skipt upp í 4 hópa sem fengu leiðsögn um byggingar skólans ásamt því að taka þátt í ratleik. Í lokin var öllum boðið í hádegismat í mötuneytinu og dreginn út vinningshafi í ratleiknum og óskum við Önnu Salínu enn og aftur til hamingju.

Hlökkum til að sjá sem flesta nýnema hjá okkur í haust og takk fyrir komuna

Til baka