Sýning nemenda á lista- og nýsköpunarbraut

19 maí 2017

Sýning nemenda á lista- og nýsköpunarbraut

1 af 4
Nemendur á lista- og nýsköpunarbraut héldu sýningu á verkum sínum í anddyri Edinborgarhússins kl. 17 í gær. Þar kynntu nemendur verk sem þeir hafa unnið á vorönn í myndlistaráfanga og margmiðlunaráfanga. Verk nemendanna voru fjölbreytt og áhugaverð og lýstu mikilli sköpunargleiði. Kennsla hófst á brautinni síðastliðið haust og það er von okkar í MÍ að þessi góða viðbót við námsframboð skólans sé komin til að vera. Þeim Ástu Þórisdóttur, Björgu Sveinbjörnsdóttur og Gunnari Jónssyni sem sinnt hafa kennslu á brautinni í vetur, eru færðar kærar þakkir fyrir að standa vel við bakið á nemendum sínum. Einnig fyrir að leysa vinnu sína frábærlega vel af hendi þrátt fyrir að aðstaða og umgjörð brautarinnar sé enn að slíta barnsskónum.

Til baka