Greiđsla innritunargjalda fyrir haustönn 2017

Greiðsluseðlar fyrir innritunargjöld á haustönn 2017 hafa verið birtir í heimabanka. Nemendur 18 ára og eldri fá greiðsluseðil í heimabanka sinn, en seðlarnir birtast í heimabanka forráðamanna þeirra nemenda sem eru yngri en 18 ára.  Eindagi innritunargjalda er um miðjan júlí. Með greiðslu innritunargjalda staðfesta nemendur skólavist sína á komandi haustönn. Hafi greiðsla ekki borist á eindaga, verður nemandi skráður úr námi við skólann.

Dagur framhaldsfrćđsluađila á Vestfjörđum

Dagur framhaldsfræðsluaðila á Vestfjörðum verður haldinn 14. júní kl. 16-18 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Menntaskólinn á Ísafirði mun kynna námsframboð sitt þar ásamt helstu fræðsluaðilum á Vestfjörðum. Á kynningunni er áhersla lögð á nám sem hægt er að sækja í fjarnámi, á framhaldsskólastigi, háskólastigi, fullorðinsfræðslu og raunfærnimat. Sérstök áhersla er lögð á að kynna nám á heilbrigðissviði. Allir eru velkomnir. 

Innritun nýnema lýkur í dag

Í dag, föstudaginn 9. júní, er síðasti innritunardagur fyrir nýnema. Væntanlegir nýnemar sækja um inngöngu í framhaldsskóla á heimasíðu Menntagáttar, www.menntagatt.is. Á heimasíðunni er einnig að finna ýmsar upplýsingar sem tengjast innritun í framhaldsskóla. 

Skólaslit og brautskráning 2017

Vélstjórar međ A réttindi
Vélstjórar međ A réttindi
« 1 af 12 »
Laugardaginn 27. maí s.l. var skólanum slitið við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju, að viðstöddu fjölmenni. Alls voru brautskráðir 52 nemendur. Átta nemendur luku A-námi vélstjórnar og sjö nemendur luku B-námi. Einn sjúkraliði var brautskráður og fimm stálsmiðir. Þá voru brautskráðir 32 stúdentar. Þar af luku 10 nemendur stúdentsprófi af félagsfræðabraut og tveir af félagsvísindabraut. Einn lauk stúdentsprófi af opinni stúdentsprófsbraut og 16 af náttúrufræðibraut. Tveir nemendur luku viðbótarnámi til stúdentsprófs og einn nemandi lauk prófi af starfsbraut. Hæsta meðaleinkunn á stúdentsprófi hlaut Svanhildur Sævarsdóttir stúdent af félagsfræðabraut, með meðaleinkunn 9,49. Fast á hæla henni kom semi-dúxinn Dóróthea Magnúsdóttir stúdent af náttúrufræðibraut, með meðaleinkunn 9,40. Að vanda ávörpuðu fulltrúar afmælisárganga samkomuna og að þessu sinni var einnig flutt kveðja frá Bryndísi Schram, sem útskrifaði 40 ára stúdentana á sínum tíma, vorið 1977. Glæsilegur tónlistarflutningur nýstúdenta setti svip sinn á athöfnina og fjölmörg verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur og ástundun. Gefendum verðlauna og viðurkenninga eru færðar kærar þakkir fyrir hlýhug í garð skólans. 

Brautskráning 2017

Laugardaginn 27. maí verður 52 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði. Átta nemendur ljúka réttindum A náms vélstjórnar og sjö nemendur ljúka réttindum B-náms. Einnig verða brautskráðir fimm stálsmiðir og einn sjúkraliði og alls munu 32 nemendur ljúka stúdentsprófi af bóknámsbrautum, starfsbraut og með viðbótarnámi við verknámsbraut. Útskriftarathöfnin hefst kl. 13 í Ísafjarðarkirkjuog eru allir velkomnir.

Sýning nemenda á lista- og nýsköpunarbraut

« 1 af 4 »
Nemendur á lista- og nýsköpunarbraut héldu sýningu á verkum sínum í anddyri Edinborgarhússins kl. 17 í gær. Þar kynntu nemendur verk sem þeir hafa unnið á vorönn í myndlistaráfanga og margmiðlunaráfanga. Verk nemendanna voru fjölbreytt og áhugaverð og lýstu mikilli sköpunargleiði. Kennsla hófst á brautinni síðastliðið haust og það er von okkar í MÍ að þessi góða viðbót við námsframboð skólans sé komin til að vera. Þeim Ástu Þórisdóttur, Björgu Sveinbjörnsdóttur og Gunnari Jónssyni sem sinnt hafa kennslu á brautinni í vetur, eru færðar kærar þakkir fyrir að standa vel við bakið á nemendum sínum. Einnig fyrir að leysa vinnu sína frábærlega vel af hendi þrátt fyrir að aðstaða og umgjörð brautarinnar sé enn að slíta barnsskónum.

Kaffisamsćti útskriftarnema og dimission

Að venju kvöddu útskriftarnemar kennara og skólann á hefðbundinn hátt í byrjun maí. Kennurum og öðrum starfsmönnum var boðið upp á kræsingar á kennarastofunni fimmtudaginn 4. maí  þar sem borð svignuðu undan girnilegum réttum. Föstudaginn 5. maí tóku útskriftarnemar daginn snemma og fóru um allan bæ í búningum til að fagna því að nú hyllti undir lok skólagöngu þeirra í MÍ. Margir bæjarbúar hafa án efa vaknað við fagnaðarlætin. Útskriftarefnin mættu í morgunmat heima hjá skólameistara og komu svo fylktu liði í skólann þar sem nemendur 3. bekkjar stýrðu kveðjuathöfn. Við þökkum þessum nemendum samstarf og samveru á undanförnum árum og óskum þeim alls hins besta í nýjum verkefnum.

Skólaalmanak 2017-2018

Skólaalmanak 2017-2018 var samþykkt á síðasta fundi skólaráðs. Nú er skólaárið 180 kennslu- og námsmatsdagar skv. reglugerð nr. 260/2017.

Sjúkraliđanám og sjúkraliđabrú í bođi í haust

Menntaskólinn á Ísafirði, sem aðildarskóli að Fjarmenntaskólanum, býður upp á nám á sjúkraliðabraut. Námið er í umsjón Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra, Verkmenntaskóla Austurlands, Menntaskólans á Ísafirði og Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.

 

Starfsvettvangur sjúkraliða er á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Sjúkraliði starfar á hjúkrunarsviði og vinnur undir stjórn þess hjúkrunarfræðings sem fer með stjórn viðkomandi stofnunar, deildar eða hjúkrunareiningar og ber ábyrgð á störfum sínum gagnvart honum. Sjúkraliði starfar einkum við almenna og sérhæfða umönnun sjúkra og við þau hjúkrunarstörf sem hann hefur menntun og faglega færni til að sinna. Sjúkraliðar aðstoða skjólstæðinga sína við athafnir daglegs lífs, taka þátt í að meta ástand þeirra og koma upplýsingum til yfirmanns. Þeir meta líðan og árangur hjúkrunar, skrá algengar athuganir í hjúkrunarskrá, leitast við að fyrirbyggja fylgikvilla rúmlegu og hreyfingarleysis og aðstoða við hæfingu og endurhæfingu sjúklinga. Starfsheiti sjúkraliða er lögverndað skv. lögum um sjúkraliða nr. 58/1984.

 

Kennsla samkvæmt nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla hefst haustið 2017. Unnið er að nánari útfærslu áfangaframboðs næstu anna en nýr hópur mun fara af stað haustið 2017 og verða eftirfarandi áfangar í boði fyrir þann hóp. 

Áfangar í boði haustið 2017:

HJVG1VG05 Hjúkrun verkleg, kennt í staðlotu
LIBE1HB01  Líkamsbeiting, kennt í staðlotu
HJUK1AG05  Hjúkrun, kennt í fjarnámi
NATV1IF05  Inngangur að náttúruvísindum, kennt í fjarnámi (möguleiki á dagskólanámi í MÍ)
UPPÆ1SR05 Upplýsingamennt, kennt í fjarnámi
LIOL2SS05 Líffæra og lífeðlisfræði, kennt í fjarnámi (möguleiki á dagskólanámi í MÍ)

 

Sjúkraliðabrú: Umsækjendur með langa starfsreynslu geta sótt um að komast á sjúkraliðabrú. Þeir þurfa þá að hafa náð 23 ára aldri og hafa að lágmarki 5 ára starfsreynslu við umönnun aldraðra, sjúkra eða fatlaðra, séu starfandi við slíka umönnun og hafi meðmæli frá vinnuveitenda sínum. Auk þess þurfa umsækjendur að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra aðila að lágmarki 230-260 stundir. Umsækjendur, sem lokið hafa vissum áföngum í framhaldsskóla, geta fengið þá metna sem ígildi námskeiða.

Nánari upplýsingar um námið gefa Heiðrún Tryggvadóttir áfanga- og gæðastjóri (heidrun@misa.is, s. 450 4400) og Stella Hjaltadóttir náms- og starfsráðgjafi (stella@misa.is, s. 450 4400). Hægt er að sækja um námið í gegnum heimasíðu Menntagáttar og heimasíðu Fjarmenntaskólans. Umsóknarfrestur er til 31. maí.

Hugljúf Ólafsdóttir matráđur kvödd

Hugljúf Ólafsdóttir - takk fyrir samstarf og samveru!
Hugljúf Ólafsdóttir - takk fyrir samstarf og samveru!
« 1 af 2 »
Í dag lauk Hugljúf Ólafsdóttir matráður farsælu starfi sínu við MÍ. Hugljúf hóf störf við skólann haustið 1997 og hefur því starfað við skólann í hartnær 20 ár. Á þessu árum hafa ófáir nemendur og starfmenn notið ljúffengra og fjölbreyttra veitinga sem hún hefur framreitt. Við þökkum Hugljúfu gott samstarf og gefandi samveru öll þessi ár og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.
Atburđir
« Nóvember »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nćstu atburđir

Vefumsjón