NÁMSSTYRKUR - ATH!

18 apr 2012

NÁMSSTYRKUR - ATH!

Hér með er ítrekuð auglýsing eftir umsóknum um styrkveitingu úr minningarsjóði hjónanna Elínar Þorláksdóttur og Benedikts Bjarnasonar frá Meiri-Bakka í Skálavík ytri, sem tilheyrði Hólshreppi, N.-Ísafjarðarsýslu. Í ráði er að úthluta nú í vetur, væntanlega til allt að fjögurra umsækjenda, styrk að upphæð kr. 75.000 eða þar um bil. Til greina koma þeir nemendur við Menntaskólann á Ísafirði, sem búsettir eru á því svæði sem til skamms tíma tilheyrði N.-Ísafjarðarsýslu. Samkvæmt skipulagsskrá minningarsjóðsins skulu nemendur úr hinum forna Hólshreppi, nú Bolungarvíkurkaupstað, að öðru jöfnu njóta forgangs við styrkúthlutun, og skal sérstaklega höfð hliðsjón af atfylgi í námi og fjárhagslegri þörf umsækjanda.


Skriflegum umsóknum um styrkveitingu vegna skólaársins 2011 - 2012 skal skila til skrifstofu skólans eða skólameistara eigi síðar en föstudaginn 27. apríl 2012. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.


Stjórn Minningarsjóðs

Elínar Þorláksdóttur og Benedikts Bjarnasonar.

Til baka