23 nóv 2009

MÍ sigraði Hraðbraut

Menntaskólinn á Ísafirði sigraði Menntaskólann Hraðbraut í Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, á laugardag. Umræðuefnið var "Það á að gera Vestmannaeyjar að fanganýlendu",  og MÍ-ingar voru meðmælendur. 

Lið MÍ skipuðu: Andri Pétur Þrastarson, Hreinn Þórir Jónsson, Svanur Pálsson, liðstjóri er Hermann Óskar Hermannsson og þjálfari er Gunnar Atli Gunnarsson, fyrrum ræðumaður MÍ.

Liðsmönnum er óskað til hamingju með glæsilegan árangur.
23 nóv 2009

Innritun á vorönn 2010

Innritun nýrra nemenda á vorönn 2010 er hafin.  Tekið er við rafrænum umsóknum á http://menntagatt.is . Þar sækja umsækjendur veflykil, fylla út umsókn og staðfesta umsóknina með því að smella á "SENDA INN UMSÓKN."

Einnig hægt að sækja um skólavist á skrifstofu skólans.

Umsókum verður svarað skriflega eftir 10. desember.

Innritun í dreifnám verður auglýst sérstaklega í desember.
18 nóv 2009

Morfís á laugardaginn í MÍ

 

 Lið Menntaskólans á Ísafirði keppir við Hraðbraut í Morfís mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna.

Keppnin frem fram á Sal skólans,  laugardaginn 21. nóvember kl. 20.30.

Húsið opnar 20:00 og hefst keppnin kl.20:30

Lið MÍ að þessu sinni er skipað: Hermanni Óskari Hermannssyni, Svani Pálssyni, Hreini Þóri Jónssyni og Andra Pétri Þrastarsyni. Umræðuefnið  "Það á að gera Vestmannaeyjar að fanganýlendu",


Búist er við mjög spennandi keppni. Nemendur eru hvattir til að mæta og styðja lið skólans. Einnig er annað áhugafólk um Morfís hvatt til að mæta.

17 nóv 2009

"Dagur nemenda"

 

„Dagur nemenda" er í dag 17. nóvember. Um allt land munu nemendur fá fræðslu um réttindi sín.   Félag framhaldsskólanema hefur tekið saman kynningarefni sem sent hefur verið í framhaldsskóla landsins.
Nemendafélag MÍ kynnti réttindaskrána fyrir nemendum í þriðja tíma í morgun við góðar undirtektir nemenda.

13 nóv 2009

Ný heimasíða MÍ

Menntaskólinn á Ísafirði hefur nú í dag tekið í notkun nýja heimasíðu og nýtt vefumsjónarkerfi! Vefumsjónarkerfið heitir Snerpill og Ágúst Atlason hjá Snerpu á heiðurinn að útliti og uppsetningu síðunnar. Við vonum að notendur síðunnar eigi eftir að njóta hins nýja útlits.
25 sep 2009

Nám hefst að nýju í samfélagstúlkun

Nám í samfélagstúlkun við Menntaskólann á Ísafirði hefst mánudaginn 21. september 2009. Kenndir verða eftirtaldir áfangar:


TÚL 205
ENS 223
ÍSA 313

 

Menntaskólinn hefur á þessari önn tekið upp nýtt námsumhverfi, í stað Námskjásins hefur verið tekið upp kerfi sem ber heitið Moodle. Slóðin þangað er http://moodle.fvi.is/ . Þegar á síðuna er komið skrá nemendur sig inn með sama notendanafni og lykilorði og þeir gerðu áður. Virkni kerfisins er að flestu leyti eins og í Námskjánum, nemendur hlaða niður kennslustundum í formi Power Point talglæra eins og áður. Lendi nemendur samfélagstúlkabrautar í vandræðum með að skrá sig inn í kerfið eru þeir vinsamlega beðnir að leita til Rúnars H. Haraldssonar umsjónarmanns brautarinnar.

14 sep 2009

Jöfnunarstyrkur

Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna eiga rétt á að sækja um styrk til jöfnunar námskostnaðar, sbr. reglugerð nr. 692/2003.

Umsókn á að senda til Lánasjóðs íslenskra námsmanna http://lin.is

Umsóknarfrestur er til 15. október.

Eitt frumskilyrði fyrir styrk er að umsækjandi stundi nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni.

Skilyrði fyrir styrknum er að nemandi hafi gengið til lokaprófs úr a.m.k. 12 einingum á önninni í reglubundnu dagskólanámi.

3 sep 2009

Dreifnám komið af stað

Dreifnám MÍ mun hefjast á mánudaginn 7. september. Allir nemendur dreifnámsins hafa fengið sendan tölvupóst með aðgangsorðum að Moodle og Innu. Ef einhver telur sig ekki hafa fengið slíkan póst þá vinsamlegast sendið tölvupóst á gudrun@misa.is
1 sep 2009

Nýnemaferð MÍ

Náms- og samskiptaferð að Núpi í Dýrafirði


Tímasetning:  3. - 4. september 2009

Meira

21 ágú 2009

Dreifnám haustið 2009

Eftirtaldir áfangar verða í boði í dreifnámi í Menntaskólanum á Ísafirði haustið 2009; DAN 103, EÐL 103, ENS 303, FÉL 303, 323, ÍSL 403, 633, LÍF 203, NÁT 103, 123, NÆR 103, SAG 103, SÁL 103, 333, SJÚ 103, STÆ 102, 122, 523, UPP 103, VST 127

Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá ritara skólans, umsóknarfrestur er til 28. ágúst n.k.