7 okt 2022

Samstaða nemenda

Nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði sýndu þolendum kynferðisofbeldis samstöðu og gengu út úr skólanum kl. 11 í gær. Rætt var við Viktoríu Rós Þórðardóttur formann NMÍ í hádegisfréttum og kvöldfréttum RÚV

6 okt 2022

Stefnumótunarvinna í MÍ

Þessar vikurnar er skólinn í stefnumótunarvinnu sem jafnframt er hluti af menntastefnu fyrir Vestfirði í heild. Vinnan er í samstarfi við Vestfjarðastofu og ráðgjafarfyrirtækið Creatrix stýrir vinnunni. Í dag fyrir hádegi voru tveir starfsmenn frá Creatrix að vinna stefnumótnarvinnu með nemendum skólans. Mjög góð mæting var af hálfu nemenda og verður spennandi að sjá afrakstur vinnunnar. Nokkrar myndir frá morgninum fylgja hér með. 

4 okt 2022

Íþróttavika í MÍ

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin víðsvegar um álfuna á hverju hausti og þessa vikuna er hún í gangi í Menntaskólanum á Ísafirði. Fjölbreytt dagskrá er í boði alla vikuna og bæði nemendur og starfsfólk taka vel á því þessa dagana. Meðal annars skoruðu nemendur á kennara í sippkeppni og má sjá nokkrar viðureignir á meðfylgjandi myndum. 

1 okt 2022

Nemendum og starfsfólki boðið í leikhús

Nemendum og starfsfólki MÍ var á dögunum boðið á leiksýninguna Góðan daginn, faggi en sýningin sem sýnd var fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári er á leikferð um landið þessar vikurnar. MÍ-ingar fylltu Ediborgarhúsið og óhætt að segja að sýningin hafi verið bæði áhrifamikil og þörf. 

Hér má lesa umfjöllun um sýninguna og einnig um leikferðina um landið.

2 sep 2022

Við upphaf haustannar

Haustönn 2022 fer vel af stað, bæði í dagskóla og hjá fjarnemum og lotubundið dreifnám verður að fullu komið í gang nú í byrjun septemer. Nýnemahópurinn sem telur 50 nemendur fór í nýnemaferð á suðursvæði Vestfjarða í síðustu viku ásamt kennurum og námsráðgjafa. Hópurinn fór að Dynjanda í Arnarfirði, heimsótti m.a. Skrímslasetrið á Bíldudal og svo var farið í sund á Tálknafirði. Ferðinni lauk svo í MÍ þar sem boðið var upp á kvöldmat og kvöldvöku, þar sem stjórn Nemendafélags MÍ kynnti það sem verður á döfinni í félagslífi nemenda í vetur. Allt bendir til þess að félagslífið í MÍ verði öflugt í vetur sem er langþráð eftir samkomutakmarkanir síðustu tvö árin. Fyrsti stóri viðburðurinn, nýnemaballið var einmitt haldinn í gær í Gryfjunni og DJ Eysi sá um tónlistina. Ballið var vel heppnað og vel sótt, það eru því spennandi tímar framundan! Nokkrar myndir úr nýnemaferðinni fylgja hér með.

2 sep 2022

Við upphaf haustannar

Haustönn 2022 fer vel af stað, bæði í dagskóla og hjá fjarnemum og lotubundið dreifnám verður að fullu komið í gang nú í byrjun septemer. Nýnemahópurinn sem telur 50 nemendur fór í nýnemaferð á suðursvæði Vestfjarða í síðustu viku ásamt kennurum og námsráðgjafa. Hópurinn fór að Dynjanda í Arnarfirði, heimsótti m.a. Skrímslasetrið á Bíldudal og svo var farið í sund á Tálknafirði. Ferðinni lauk svo í MÍ þar sem boðið var upp á kvöldmat og kvöldvöku, þar sem stjórn Nemendafélags MÍ kynnti það sem verður á döfinni í félagslífi nemenda í vetur. Allt bendir til þess að félagslífið í MÍ verði öflugt í vetur sem er langþráð eftir samkomutakmarkanir síðustu tvö árin. Fyrsti stóri viðburðurinn, nýnemaballið var einmitt haldinn í gær í Gryfjunni og DJ Eysi sá um tónlistina. Ballið var vel heppnað og vel sótt, það eru því spennandi tímar framundan! Nokkrar myndir úr nýnemaferðinni fylgja hér með.

2 sep 2022

Við upphaf haustannar 2022

Haustönn 2022 fer vel af stað, bæði í dagskóla og hjá fjarnemum og lotubundið dreifnám verður að fullu komið í gang nú í byrjun septemer. Nýnemahópurinn sem telur 50 nemendur fór í nýnemaferð á suðursvæði Vestfjarða í síðustu viku ásamt kennurum og námsráðgjafa. Hópurinn fór að Dynjanda í Arnarfirði, heimsótti m.a. Skrímslasetrið á Bíldudal og svo var farið í sund á Tálknafirði. Ferðinni lauk svo í MÍ þar sem boðið var upp á kvöldmat og kvöldvöku, þar sem stjórn Nemendafélags MÍ kynnti það sem verður á döfinni í félagslífi nemenda í vetur. Allt bendir til þess að félagslífið í MÍ verði öflugt í vetur sem er langþráð eftir samkomutakmarkanir síðustu tvö árin. Fyrsti stóri viðburðurinn, nýnemaballið var einmitt haldinn í gær í Gryfjunni og DJ Eysi sá um tónlistina. Ballið var vel heppnað og vel sótt, það eru því spennandi tímar framundan! Nokkrar myndir úr nýnemaferðinni fylgja hér með.

30 ágú 2022

Fyrrum nemandi MÍ hlaut styrk úr Afreks- og hvatningasjóði HÍ

Í gær var úthlutað 40 styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands. Ein styrkhafa er Rán Kjartansdóttir en Rán útskrifaðist frá MÍ í desember 2021 og var dúx skólans. Styrkir úr sjóðnum eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentspróf og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum. Meðfram námi í MÍ stundaði Rán dansnám hjá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði og tók þá m.a. þátt í norrænum og evrópskum dansverkefnum. Í MÍ tók hún enn fremur þátt í leiklistarstarfi nemendafélagsins og þá á Rán að baki bæði þverflautu- og píanónám. Rán hefur innritast í nám í líffræði við Háskóla Íslands og MÍ óskar henni alls hins besta í framtíðinni. 

14 ágú 2022

Skólinn byrjar

Nú styttist í upphaf haustannar. Starfsfólk skólans mætir til vinnu á starfsdegi mánudaginn 15. ágúst. Stundatafla og bókalisti verða aðgegileg í INNU þriðjudaginn 16. ágúst.  Miðvikudaginn 17. ágúst verða kynningar fyrir annars vegar nýnema kl. 11:00 og hins vegar nýja eldri nemendur kl. 13:00. Kynningarnar fara báðar fram í stofu 17, fyrirlestrarsalnum. Fimmtudaginn 17. ágúst verður skólasetning kl. 9:00 og kennsla hefst síðan skv. stundatöflu kl. 9:15.

Með því að smella HÉR má finna frekari upplýsingar um skólabyrjunina.

23 jún 2022

Lokun skrifstofu vegna sumarleyfa

Skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá 23. júní til 5. ágúst. Erindum sem þola ekki bið má vísa til skólameistara, Heiðrúnar Tryggvadóttur, í síma 8498815 eða heidrun@misa.is