25 jan 2023

Stöðupróf í tælensku

Stöðupróf í tælensku verður haldið í Menntaskólanum á Ísafirði mánudaginn 13. febrúar kl. 15:00.

Skráning fer fram á heimasíðu skólans, www.misa.is, ekki síðar en 11. febrúar.

Prófgjald er 15.000,- kr., gefinn verður út reikningur í heimabanka.

Skráning hér

 

10 jan 2023

Samningur um nýtt nám

Þann 6. janúar skrifaði Menntaskólinn á Ísafirði undir samstarfssamning við fiskeldisfyrirtækin ArcticFish, Arnarlax og Háafell um framhaldsskólanám í fiskeldi í samstarfi við Vestfjarðastofu.
 
Á Vestfjörðum, eins og víðar um landið, er fiskeldið sem atvinnugrein í miklum vexti og mikill skortur á menntuðu starfsfólki. Ný námsbraut sem verður leidd af Menntaskólanum á Ísafirði ber yfirskriftina „hafið, umhverfið og auðlindir.“ Brautin mun samanstanda af stúdentsbraut með staðgóðri þekkingu á umhverfinu, auðlindum hafsins og fiskeldi og innan brautarinnar er eins árs nám sem kennir grunnþætti til starfa í fiskeldi.
 
Sjá frétt frá Vestfjarðastofu um samninginn https://www.vestfirdir.is/.../menntaskolinn-a-isafirdi...
9 jan 2023

MÍ mætir MH í Gettu betur

MÍ keppir í kvöld í fyrstu umferð Gettu betur. Lið MÍ keppir við MH kl. 20:20 og verður keppnin í beinu vefstreymi á RÚV.is. Við óskum Jóni Karli, Sigurvalda og Sögu góðs gengis. ÁFRAM MÍ!

6 jan 2023

MÍ keppir í Gettu betur á mánudaginn

MÍ keppir þann 9. janúar við MH í 1. umferð Gettu betur. Viðureignin fer fram á Rás 2.
 
Í dag fór fram keppni þar sem við áttust Gettu betur-lið MÍ og starfsfólks. Fóru leikar þannig að lið starfsfólks fór með sigur af hólmi.
 
Gettu betur-lið MÍ er skipað þeim Jóni Karli Ngosanthiah Karlssyni, Sigurvalda Kára Björnssyni og Sögu Líf Ágústsdóttur. Lið starfsfólks var skipað þeim Orra Þórðarsyni, Rakel Brynjólfsdóttur og Sigurði Óskari Óskarssyni.
6 jan 2023

MÍ keppir í Gettu betur á mánudaginn

MÍ keppir þann 9. janúar við MH í 1. umferð Gettu betur. Viðureignin fer fram á Rás 2.
 
Í dag fór fram keppni þar sem við áttust Gettu betur-lið MÍ og starfsfólks. Fóru leikar þannig að lið starfsfólks fór með sigur af hólmi.
 
Gettu betur-lið MÍ er skipað þeim Jóni Karli Ngosanthiah Karlssyni, Sigurvalda Kára Björnssyni og Sögu Líf Ágústsdóttur. Lið starfsfólks var skipað þeim Orra Þórðarsyni, Rakel Brynjólfsdóttur og Sigurði Óskari Óskarssyni.
6 jan 2023

Skólastarf hafið á vorönn

Skólastarf vorannar hófst í gær. Starfið hófst með stuttum upplýsingafundi í Gryfjunni og síðan var kennt skv. stundatöflu. 

Töflubreytingar standa yfir til 10. janúar. 453 nemendur eru skráðir í nám við skólann á vorönn.

21 des 2022

Jólakveðja

Menntaskólinn á Ísafirði óskar nemendum, starfsfólki, foreldrum og forráðamönnum sem og öllum velunnurum skólans gleðilegrar jólahátíðar og þakkar fyrir góð samskipti á árinu.

21 des 2022

Útskrift 20. desember

Þann 20. desember útskrifuðust 35 nemendum frá skólanum. Við óskum útskriftarnemum til hamingu með árangurinn og útskriftina.

Af útskriftarnemum var dagskólanemi, 19 dreifnámsnemendur og 15 nemendur í fjarnámi sem eru með Menntaskólann á Ísafirði sem heimaskóla. 

4 nemendur útskrifuðust sem húsasmiðir,  3 af sjúkraliðabraut og 1 af sjúkraliðabrú,  11 nemendur af skipstjórnarbraut A 
og 1 nemandi útskrifaðist af lista- og nýsköpunarbraut. 19 nemendur útskrifuðust með stúdentspróf, 2 af félagsvísindabraut,  6 af opinni stúdentsprófsbraut og 11 með stúdentspróf af fagbraut  
  

 

19 des 2022

Brautskráning 20. desember

Þriðjudaginn 20. desember  verða 35 nemendur brautskráðir af 9 námsbrautum. Brautskráningarathöfnin fer fram í Ísafjarðarkirkju og hefst kl. 15:00. Vestfjarðastofa Vestfjarða mun streyma frá athöfninni, hægt er að horfa hér.

13 des 2022

Lokaverkefni kynnt

Hluti af námi allra nemenda til stúdentsprófs er lokaverkefnisáfangi þar sem nemendur vinna að einu stóru verkefni að eigin vali. Í áfanganum þurfa nemendur að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, virkni og frumkvæði. Áfanganum er ætlað að skerpa undirbúning nemenda fyrir háskólanám,  sérstaklega hvað varðar leikni og hæfni til að afla áreiðanlegra gagna, vinna úr þeim og koma niðurstöðum sínum á framfæri.

Nemendur í lokaverkefnisáfanganum þurfa að kynna verkefni sín í lokin. Í gær fór fram slík kynning og var gaman að sjá hversu fjölbreytileg verkefnin voru:

  • Matarfíkn, átröskun og offituaðgerðir
  • Lúpínan
  • Fíkniefni
  • Víetnam-stríðið
  • Æviferill fatnaðar - slow fashion
  • Arsenal
  • Sykursýki
  • Female tropes in media
  • Anime teikningar á gleri
  • Áhrif samfélagsmiðla á líkamsímynd ungra stúlkna
  • Er betra að trúa en trúa ekki?
  • Samanburður á menntaskólum á Íslandi og í Noregi
  • Úr borg í sveit
  • Barnateppi - Hvernig form, litir og áferð hafa áhrif á börn
  • Parkinson sjúkdómurinn
  • Saga djassins
  • Vestur-Íslendingar og ferð til Íslands
  • Orkudrykkir á Vestfjörðum