20 mar 2023

Alþjóðlegur dagur stærðfræðinnar

Þriðjudaginn 14. mars var alþjóðlegur dagur stærðfræðinnar haldinn hátíðlegur, jafnan nefndur pí-dagurinn.

Í tilefni dagsins fengu nemendur í stærðfræði það verkefni að reikna út - án reiknivélar og notuðu til þess þrjár mismunandi leiðir. 
Ein leiðin byggir á nálum Buffons ("Buffons needle problem"), önnur felst í að mæla þvermál og ummál og í þeirri þriðju er notast við óendanlegar raðir (infinite series).

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var skólastofan vel nýtt.

 

20 mar 2023

Tindur ætlar að leita

Á dögunum kom hann Tindur í heimsókn í skólann. Tindur er fíkniefnahundur og fengu nemendur tækifæri til að fylgjast með þegar hann leitaði að fíkniefnum. Búið var að setja fíkniefnalykt á kennara skólans og var skemmtilegt að fylgjast með vinnu Tinds, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Þökkum við Lögreglunni á Vestfjörðum kærlega fyrir þessa heimsókn í skólann.

20 mar 2023

Vörumessa

Vörumessa Ungra frumkvöðla verður haldin 27. mars kl. 12:00 - 17:00 með formlegri opnun kl. 12:20  í Vestfjarðastofu, boði verður upp á léttar veitingar.

Gestum gefst tækifæri á að kynna sér nýsköpunarhugmyndir nemenda í áfanganum Hugmyndir og nýsköpun og verða nemendur með til sölu vörur sem og kynna frumgerðir.

Nánar um verkefnið

Á vörumessu Ungra frumkvöðla stofna nemendur og reka eigið fyrirtæki auk þess að vinna að nýsköpunarhugmynd sem miðar að því að efla skilning þeirra á nýsköpun. Framkvæmdin er höfð eins raunveruleg og kostur er.

Á uppskeruhátíð sem haldin er ár hvert velur dómnefnd sigurvegara í ýmsum flokkum. Það fyrirtæki sem hlýtur titilinn „fyrirtæki ársins“ tekur þátt í Evrópukeppni ungra frumkvöðla - GEN_E

Mentorar úr viðskiptalífinu aðstoða og veita nemendum leiðsögn með fyrirtækið sitt.

Markmið er:

  • að efla skilning og þekkingu nemenda á því hvernig fyrirtæki eru skipulögð og rekin
  • að kynna ólíkan starfsvettvang og undirstöðuatriði þess að taka þátt í atvinnulífi
  • að þróa skilning nemenda á lögmálum efnahagslífsins sem hafa áhrif á ákvarðanatöku og rekstur fyrirtækja
  • að hlúa að jákvæðum samskiptum á milli nemenda og fólks/fyrirtækja í atvinnulífinu

 

Nemendur læra og framkvæma:

  • þróun viðskiptahugmyndar
  • að sækja um og ráða í stöður í eigin fyrirtæki
  • gerð viðskiptaáætlunar, markmiðasetningu, markaðsmál, fjármál og starfmannamál
  • að fjármagna eigin rekstur með sölu hlutabréfa
  • um siðferði, samvinnu, jákvæð samskipti, stjórnun, ábyrgð og ákvarðanatöku

 

Verið öll velkomin

Vörumessan er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða

14 mar 2023

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina fer fram í Laugardalshöll 16. - 18. mars.

Um einstaklega skemmtilegan viðburð er að ræða þar sem 30 framhaldsskólar á landinu kynna nám og starfsemi sína. Einnig verður keppt í 22 faggreinum og 10 aðrar greinar kynna sig.

MÍ lætur sig ekki vanta og verður með kynningarbás á mótinu.

Hvetjum alla til að kíkja við og upplifa einstakan viðburð.

14 mar 2023

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina fer fram í Laugardalshöll 16. - 18. mars.

Um einstaklega skemmtilegan viðburð er að ræða þar sem 30 framhaldsskólar á landinu kynna nám og starfsemi sína. Einnig verður keppt í 22 faggreinum og 10 aðrar greinar kynna sig.

MÍ lætur sig ekki vanta og verður með kynningarbás á mótinu.

Hvetjum alla til að kíkja við og upplifa einstakan viðburð.

10 mar 2023

The Rocky Horror Show frumsýnt í kvöld

Í kvöld verður söngleikurinn The Rocky Horror Show, í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar, frumsýndur í Edinborg. Stífar leikæfingar hafa staðið yfir frá því í janúar og við getum lofað góðri skemmtun.

Framundan eru síðan sýningar:

Frumsýning - 10. mars kl 20:00
2. sýning 11. mars kl 20:00
3. sýning 12 mars kl 20:00
4. sýning 13 mars kl 20:00
5. sýning 14 mars kl 20:00
6. sýning 15 mars kl 20:00
7. sýning 16 mars kl 20:00
8. sýning 17 mars kl 20:00

 

Miðasala er á www.tix.is 

2 mar 2023

Kökulottó starfsbrautar

Nemendur starfsbrautar MÍ eru að safna í ferðasjóð fyrir vorferð og bjóða nú upp á kökulottó. Til mikils er að vinna enda eru þau snillingar í bakstri og vinningslíkur góðar.

Endilega skráið ykkur til þátttöku hjá þeim HÉR

1 mar 2023

Gróskudagar 2023

Fjölbreyttar, skemmtilegar og vel sóttar smiðjur voru í boði fyrir nemendur á Gróskudögum í ár. Nemendur þurftu að velja sér sex smiðjur í heildina, þrjár hvorn dag. Smiðjurnar sem boðið var upp á í ár voru í kringum 35 talsins, staðsettar bæði í skólanum og víðar í bænum.

Það sem einkenndi Gróskudagana í ár var gleði og gaman eins og má sjá brot af henni á meðfylgjandi myndum.

Viljum þakka nemendum okkar fyrir einstaklega góða og skemmtilega Gróskudaga.

24 feb 2023

Setning Sólrisuvikunnar 2023

Sólrisuvikan er fastur liður í dagskrá MÍ. Í þessari viku er nemendafélagið með margt skemmtilegt eins og sjá má í fyrri frétt.

Í dag, 24. febrúar, var Sólrisuvikan sett með árlegri skrúðgöngu nemenda sem gengu fylktu niður á hringtorg, fögnuðu og fóru í Hókí pókí. Því næst var haldið aftur í skólann, Sólrisan sett með formlegum hætti og sýnt brot úr söngleiknum Rocky Horror sem leikfélag MÍ setur upp.

Gleðilega Sólrisuviku 

24 feb 2023

Smiðjur á Gróskudögum

Þökkum nefndinni fyrir frábæra vinnu í uppsetningu og skipulagningu Gróskudaganna.

Hér eru smiðjurnar, tímasetningar og staðsetning.